
Um Engjaskóla
Engjaskóli er að hefja sitt þriðja starfsár 2022. Nemendur skólans eru um 230 og heildarfjöldi starfsfólks er um 44 manns. Í skólanum eru nemendur í 1.-7. bekk. Skólinn er teymiskennsluskóli en undanfarið ár hefur teymiskennsla fengið aukið vægi í skólastarfi. Með teymiskennslu er horft mun meira á sameiginlega ábyrgð kennara á nemendum og með teymiskennslu er lögð er á það áhersla að auka samstarf kennara, bæði innan árgangs og milli árganga. Hugsunin er einnig að kennurum gefist kostur á að nýta sína hæfileika og styrkleika betur í samvinnu við samstarfsfólk. Aðferðum Læsisfimmunnar verður beitt af flestum kennurum. Leiðsagnarmat/nám verður haft að leiðarljósi ásamt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Námsmat og áætlanagerð er í takt við kröfur aðalnámskrár og verður haldið áfram að vinna með námsmat eftir A, B, B+ C, C+, D kvarða. Verður sá skali notaður við námsmat í 4. -7. bekk en nemendur í 1.-3. bekk fá umsagnir.
Starfsfólk Engjaskóla ætlar að leggja sérstaka áherslu á vinnu með leiðsagnarnám og uppeldi til ábyrgðar. Stefnt er að því að efla umhverfisvitund og aga- og bekkjarstjórnun, nýta þau verkfæri sem gefast við að bæta líðan nemenda og gera skólabraginn sem bestan. Engjaskóli er Heilsueflandi grunnskóli með sérstaka áherslu á lestur og hreyfingu. Markmiðið er að efla og styrkja starfsfólk og nemendur Engjaskóla svo vegferð allra innan skólans verði ánægjuleg og árangursrík.
Reykjavík í september 2022
Álfheiður Einarsdóttir
skólastjóri
Stjórnendur skólans

Álfheiður Einarsdóttir
Skólastjóri
@rvkskolar.is

Hrafnhildur Inga Halldórsdóttir
Aðstoðarskólastjóri
hrih50@rvkskolar.is

Olga Hrönn Olgeirsdóttir
Deildarstjóri stoðþjónustu
olga.hronn.olgeirsdottir@rvkskolar.is