Mat á skólastarfi
"Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008, 8. kafla er fjallað um mat og eftirlit með gæðum grunnskólastarfs.
Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun. Einnig ber að tryggja að starfsemi skólans sé í samræmi við lög og reglur. Huga þarf að gæðum náms og skólastarfs og tryggja að réttindi nemenda séu virt.
Hver grunnskóli metur með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs með virkri þátttöku starfsmanna, nemenda og foreldra. Grunnskóli birtir opinberlega upplýsingar um innra mat sitt. Sveitarfélög sinna mati og eftirliti með gæðum skólastarfs. Þau skulu jafnframt fylgja eftir að það mat leiði til umbóta í skólastarfi ef þess þarf. Menntamálaráðuneytið annast greiningu og miðlun upplýsinga um skólahald í grunnskólum. Það stendur einnig fyrir samræmdu námsmati í grunnskólum í 4., 7. og 10. bekk.
Mat er óaðskiljanlegur hluti af skólastarfi og með innra mati er skólum gert kleift að byggja ákvarðanir um starfið á meðvituðu formlegu mati þar sem skólasamfélagið skoðar hvernig skólinn stendur sig, hvað er vel gert og hvað þarf að bæta, með hagsmuni nemenda að leiðarljósi. Við innra mat eru ýmsir þættir skoðaðir og má þar nefna starfsþróunarsamtöl, samantekt á niðurstöðum lestrarkannana, niðurstöður samræmdra prófa, niðurstöður lesfimiprófa, niðurstöður lesskilningsprófa, orðarún, niðurstöður „Læsis“ og talnalykils. Niðurstöður Skólapúlsins eru greindar og brugðist við þeim jafnt og þétt, niðurstöður úr foreldra- og nemendaviðtölum eru skoðaðar og fundir Skólaráðs. Tengslakannanir eru gerðar reglulega í öllum árgöngum. Einnig eru fjármál skólans rýnd reglulega.
Þar sem Engjaskóli er nýstofnaður grunnskóli liggja ekki fyrir niðurstöður úr ytra mati skóla.