18 jan'22

Hamingjuhópurinn

Sælt veri fólkið. Nú á haustdögum var ákveðið að fara af stað með verkefni sem nefnist Hamingjuhópurinn. Engjaskóli fékk styrk frá Reykjavíkurborg til að innleiða verkefnið. Því eru spennandi tímar hjá nemendum á miðstigi og okkur sem stöndum að verkefninu að sjá hvernig fram vindur. Verkefnið miðar að því að draga úr einmanaleika nemenda á miðstig…

Nánar
03 jan'22

Gleðilegt nýtt ár!

Gleðilegt nýtt ár, kæru nemendur og foreldrar, og takk fyrir góð kynni á líðnum árum. Skólastarf í Engjaskóla og öðrum grunnskólum Reykjavíkur byrjar á morgun, þriðjudaginn 4. janúar, og verður kennt samkvæmt stundaskrám. Enn og aftur byrjum við skólaárið með Covid-19 yfir okkur en stefnum á að láta það ekki trufla okkur mikið. Við viljum…

Nánar
17 des'21

Gleðileg jól!

Starfsfólk Engjaskóla vill óska nemendum sínum og foreldrum þeirra gleðilegra jóla með ósk um friðsæld og hamingju. Litlu jólin okkar voru sérlega skemmtileg. Hver árgangur var í heimastofu með kennurum og áttu þar notalega og skemmtilega stund. Síðan var farið í hátíðarsalinn og snúningur tekinn í kringum jólatréð og jólasöngvar sungnir af innlifun. Yndisleg stund.…

Nánar
16 des'21

Litlu jólin í Engjaskóla 2021

Föstudaginn 17. desember verða litlu jólin í Engjaskóla. Þetta er hátíðarsamvera í stofum hjá 1.-7. bekk frá klukkan 10:00 til 11:30 Nemendur og starfsfólk mætir prúðbúið í skólann þennan dag. Nemendur mega gjarnan koma smákökur eða annað sparinesti og einhvern drykk. Föstudagurinn er skertur dagur þannig að nemendur mæta klukkan 10:00 og fara síðan heim…

Nánar
14 des'21

Helgileikur Engjaskóla 2021

Helgileikurinn var í höndum nemenda 4. bekkjar og kennurum þeirra. Undirleikari var Marta, einn umsjónarkennara 4. bekkjar. Helgileikurinn var fluttur þrisvar sinnum mánudaginn 13. desember, fyrir tvo árganga í einu. Foreldrar gátu því míður ekki séð sýninguna að þessu sinni. Sýningin tókst frábærlega og allir stóðu sig með stakri prýði. Sýningin var bæði hátílðleg og…

Nánar
14 des'21

Lúsíuhátíð

Föstudaginn 10. desember glöddu nokkrir nokkrir nemendur í 7. bekk samnemendur sína og starfsfólk Engjaskóla með söng og ljósagöngu eða Lúsíuhátíð. Nemendur skólans röðuðu sér eftir myrkvuðum göngum skólans og fylgdust með 7. bekkjar nemendunum og Fríðu, kennara þeirra, ganga um allan skólann. Þetta var mjög hátíðleg stund. Ef þið viljið vita meira um Lúsíuna,…

Nánar
08 des'21

Þriðji fundur Grænfánanefndar

Mánudaginn 6. desember 2021 kl. 12:50-13:30 fyrir framan stofu 24 og síðan í kjallaranum þar sem óskilamunir eru geymdir. Það var ekki alveg full mæting í þetta skiptið, krakkarnir úr 6. bekk voru í íþróttum. Við höfðum talað við Hervöru yfirskólaliða um að fá aðgang að óskilamunum til að reyna að koma einhverju af þeim…

Nánar
29 nóv'21

Jól á Íslandi

Frá Miðju máls og læsis kemur þessi skemmtilega kynning á jólasiðum á Íslandi, á jólasveinum og öðru skemmtilegu, Miðja máls og læsis er teymi á vegum borgarinnar sem veitir kennurum og starfsfólki í skóla- og frístundastarfi stuðning, ráðgjöf og fræðslu varðandi mál og læsi. Hér má lesa meira um teymið. Kynningin er á ensku, pólsku,…

Nánar
26 nóv'21

Rauður dagur í Engjaskóla

Í dag var rauður dagur í Engjaskóla og þá koma allir í einhverju rauðu og skreyta skólann sinn og stofur. Engjaskóli nánast logaði svo duglegir voru nemendur og starfsfólk að skreyta sig sínu rauðustu! Á öftustu myndinni í myndasasfninu má svo sjá Ölmu ritara með nemendum úr 7. bekk sem gengu um skólann og buðu…

Nánar
19 nóv'21

Skólaþing

Í dag var Skólaþing Engjaskóla  og mikið um að vera í öllum bekkjum. Nemendur fengu nokkrar kannanir til skoðunar þar sem þeir áttu að koma með tillögur að öllu mögulegu  sem gæti gert góðan skóla enn betri.  Gaman verður að skoða vikulegan fréttapóst frá bekkjunum og skoða myndir af viðburðum dagsins.

Nánar