Skip to content
25 jan'23

Spilavinir

Valfagið Spilavinir fór í fimleikasalinn í Egilshöll þessa vikuna. Nemendur höfðu gaman af og fóru sáttir á braut. Frábært að fá afnot af fimleikasal Fjölnis. Myndir.

Nánar
20 jan'23

Þorgrímur og súpufundurinn

Súpufundurinn tókst með eindæmum vel á þriðjudaginn 17. janúar og viljum við þakka öllum þeim sem komu og tóku þátt. Silvana heimilisfræðikennari sá um matseldina og bauð upp á holla og góða grænmetissúpu og brauð. Þorgrímur Þráinsson kom og hélt erindi fyrir okkur. Sambærilegt erindi hafði hann haldið fyrir nemendur í 3. – 7. bekk…

Nánar
18 jan'23

Skíðað á skólatíma

Skíðað á skólatíma með 2.bekk er tilraunaverkefni á skóla- og frístundasviði í umsjón Miðstöðvar útivistar og útináms, Gufunesbæ. Verkefnið er samstarfsverkefni MÚÚ, Skíðasvæðanna í borginni og þeirra grunnskóla í Reykjavík sem vilja taka þátt. Markmið verkefnisins er að: • gefa nemendum í 2.bekk tækifæri til að prófa skíði • fá reynslu í móttöku skólahópa á…

Nánar
16 jan'23

Súpufundur með Þorgrími

Á þriðjudaginn 17. janúar kl. 18:00 – 19:00 er foreldrum/forráðamönnum skólans boðið á súpufund í skólanum. Gestur fundarins verður Þorgrímur Þráinsson og ætlar hann að flytja okkur erindi svipað því sem hann flutti fyrir nemendur í 3. – 7. bekk föstudaginn 6. janúar við góðar undirtektir nemenda. Þorgrímur byrjar erindi sitt kl. 18:00 en súpan…

Nánar
13 jan'23

Stórir draumar og Risastórar smásögur

Á dögunum bárust skólanum tvær góðar bókagjafir. Um er að ræða bókaflokkinn Stórir draumar sögur af fólki sem breytt hefur heiminum. Bókaflokkurinn samanstendur af sex bókum sem hver um sig fjallar um sögur af fólki sem hefur látið stóra drauma rætast. Gjöfin er gefin í samstarfi við útgáfufélagið Stóra drauma ásamt Samtökum atvinnulífsins, Íslandsbanka, Samtökum…

Nánar
09 jan'23

1. bekkingar léku sér í snjónum

Föstudaginn 6. janúar fóru nemendur í 1. bekk með kennurum sínum úr list- og verkgreinum út að leika í snjónum. Foreldrar höfðu fengið póst fyrr í vikunni að nemendur mættu koma með snjóþotur eða rassaþotur með sér þennan dag. Þetta var einstaklega fallegur dagur til útiveru, logn og -6°C og til að gera útiveruna enn…

Nánar
20 des'22

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!

Kæru nemendur og foreldrar/forráðamenn. Við óskum ykkur gleðilegra jóla og þökkum yndislega samveru á liðnu ári. Njótið þess að eiga góðar stundir um hátíðirnar með gleði í hjarta. Nemendur eiga að mæta í skólann samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 3. janúar. Kærleikskveðja frá starfsfólki Engjaskóla. Myndir og myndbönd frá jólastundinni.

Nánar
19 des'22

Jólastund Engjaskóla

Kæru foreldrar/forráðamenn. Jólastund Engjaskóla verður þriðjudaginn 20. desember klukkan 10:00-11:30. Nemendur koma til með að dansa í kringum jólatréð og eiga hátíðlega stund í skólastofum. Jólasveinninn ætlar að kíkja í heimsókn og syngja nokkur lög með nemendum. Nemendur og starfsfólk mætir prúðbúið þennan dag. Það er gæsla fyrir nemendur sem eru í Brosbæ frá 11:30.…

Nánar
16 des'22

Helgileikurinn 2022

Hinn árlegi helgileikur Engjaskóla fór fram föstudaginn 16. desember og var í höndum nemenda 4. bekkjar  og umsjónarkennurum þeirra, þeim Helgu Guðrúnar og Rúnu. Helga Guðrún spilaði líka undir á gítar. Fyrsta sýning var að morgni dags fyrir foreldra nemenda og vakti mikla lukku. Síðar um morguninn sýndu 4. bekkingar helgileikinn fyrir allan skólann. Frábær…

Nánar