Afhending verðlauna
Fyrr í dag voru veitt verðlaun fyrir frábæran árangur í Lífshlaupinu og líka fyrir Göngum í skólann og líka fyrir Ólympíuhlaup ÍSÍ, Lífshlaupinu lauk fyrir stuttu og Göngum í skólann sömuleiðis en Ólympíuhlaupið fór fram í október 2020. Kristín Guðmundsdóttir, íþróttakennari, vildi veita viðurkenningar fyrir alla viðburðina og allir komu á sal til að fagna…
NánarStóra upplestrarkeppnin í Engjaskóla
Miðvikudaginn 3. mars fór undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar fram á sal í Engjaskóla. 6 nemendur úr 7. bekk tóku þátt og stóðu sig mjög vel. Auk nemenda í 7. bekk var nemendum 6. bekkja boðið að hlusta á upplesturinn enda taka þeir þátt á næsta ári. Það var mjög ánægjulegt að geta boðið nemendum aftur á…
NánarSigur í Lífshlaupinu!
Nemendur og starfsfólk Engjaskóla tóku þátt í Lífshlaupinu sem er átaks- og hvatningarverkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Nemendur Engjaskóla voru duglegir að taka þátt og fóru margir í langar gönguferðir eða að leika úti. Nemendur Engjaskóla urðu í fyrsta sæti í sínum flokki, þ.e. nemendur í skólum með 90-299 neemndur, eftir spennandi keppni…
NánarNý reglugerð um skólastarf
Eins og flestir vita þá hefur ný reglugerð um sóttvarnir í samfélaginu okkar litið dagsins ljós. Varðandi aðgengi foreldra/forráðamanna að skólanum þá viljum við biðja ykkur um að koma ekki inn í skólann nema vera boðuð á fund. Ef erindið er brýnt þá þarf að koma fyrst við á skrifstofu skólans og alls ekki fara…
Nánar5. bekkur í Gufunesbæ
5. bekkur brá sér af bæ og heimsótti Gufunesbæ. Þar var farið í stórskemmtilegan ratleik og aðra leiki. Sérlega vel heppnað eins og myndirnar bera með sér. Myndir.
NánarÖskudagurinn í Engjaskóla
Fyrsti öskudagurinn í Engjaskóli fór einstaklega vel fram. Nemendur fengu að ráða sér sjálfir og fóru á milli stöðva sem buðu upp á fjölbreytta leiki , föndur og hreyfingu: Stöðvar í íþróttasal, dans í salnum, spurningakeppnir, leikir, spil, áhorf, Listinn er næstum ótæmandi. Virkilega vel heppnaður dagur þar sem nemendur og starfsfólk skemmtu sér vel…
NánarVetrarfrí í Reykjavík
Mánudaginn 22. og þriðjudaginn 23. febrúar verður vetrarfrí í grunnskólum Reykjavíkur. Nemendur mæta aftur í skólann samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 24. febrúar. Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir börn og fjölskyldur í frístundamiðstöðvum og menningarstofnunum borgarinnar í vetrarfríinu og víða endurgjaldslaus fræðsla og skemmtun. Hægt er að kynna sér allt sem í boði er fyrir börn…
NánarSamkeppni um einkunnarorð og merki nýs skóla
Nú er í gangi samkeppni meðal nemenda Engjaskóla um ný einkunnarorð og merki fyrir nýjan skóla. Einkunnarorðin eru yfirleitt þrjú lýsandi orð sem hljóma vel saman. Nokkrir nemendur hafa þegar sent inn tillögur að merki skólans sem þeir hönnunðu í öppum í símanum sínum eða spjaldtölvum. Hvetjum alla til að taka þátt!
NánarÖskudagur í Engjaskóla
Við viljum minna á að öskudagurinn, næstkomandi miðvikudag, er skertur skóladagur og óhefðbundinn. Nemendum verður boðið upp á alls kyns skemmtilegar stöðvar, leiki, dans og föndur. Dagskráin stendur frá klukkan 8:30 og endar á mat klukkan 12 Þeir sem eru skráðir í Brosbæ fara þangað en aðrir fara til síns heima. Við hvetjum alla til…
Nánar2. bekkur í Hallsteinsgarði
2. bekkingar fóru í gönguferð í vikunni í Hallsteinsgarð. Verkefnið var að teikna þrívíddarmyndir af listaverkunum hans Hallsteins Sigurðssonar. Myndir.
Nánar