Skip to content
05 okt'22

Starfsdagur og foreldrasamráð

Við viljum minna á að næstkomandi föstudag, þann 7. október, er starfsdagur í Engjaskóla og því frí hjá nemendum. Í næstu viku, fimmtudaginn 13. október, er svo foreldrasamráðsdagur.

Nánar
30 sep'22

Samsöngur á sal

Allir nemendur Engjaskóla mættu á sal skólans til að taka þátt í fyrsta samsöng skólaársins. 7. bekkur höfðu umsjón með þessum fyrsta samsöng  og sáu þrír  nemendur úr bekknum um kynninguna. Að þessu sinni sungum við Lagið um það sem er bannað, Marsbúa cha cha cha og Í lari lei. Allflestir tóku vel undir og…

Nánar
30 sep'22

Engjaleikarnir 2022

Engjaleikarnir voru haldnir miðvikudaginn 28. september. Tilgangurinn með þeim var meðal annars að leggja áherslu á margvíslega hæfileika og greindir en líka að hafa gaman og fá smá tilbreytingu í skólalífið. Allt þetta tókst og vel það. Dagurinn hófst á kynningu á sal frá Kristínu íþróttakennara, sem á mestan heiður af skipulagningu leikjanna. Þaðan héldu…

Nánar
27 sep'22

Engjaleikarnir 2022

Engjaleikar eru miðvikudaginn 28. september og verða þeir í anda fjölgreindaleika. Hugmyndin að fjölgreindaleikum er byggð  á kenningum Howards Gardners um fjölgreindir þar sem gengið er út frá því að allir séu góðir í einhverju og að allir eigi að fá tækifæri til að fást við það sem þeir eru sterkir í. Dagurinn hefst með…

Nánar
13 sep'22

Ólympíuhlaup Engjaskóla 2022

Nemendur Engjaskóla þreyttu Ólympíuhlaup ÍSÍ mánudaginn 12. september í blíðskaparveðri. Ólympíuhlaupið hét áður Norræna skólahlaupið. Hlaupið hófst á göngustígnum hjá Egilshöllinni og liggur í gegnum Staðarhverfið og hringurinn er u.þ.b. 2,5 km. Í ár var hlaupið þannig að allir nemendur byrjuðu fyrir neðan Egilshöllina en gátu svo valið að hlaupa fleiri en einn hring í…

Nánar
09 sep'22

Kynning á starfi Fjölnis

Fulltrúar frá ungmennafélaginu Fjölni komu í heimsókn í Engjaskóla í dag, föstudaginn, 9. september, til að kynna starfsemi félagsins fyrir nemendum skólans. Stórskemmtilegt og fróðleg kynning, sem nemendur höfðu gaman af. Hér eru upplýsingar til foreldra og forráðamanna. Myndir

Nánar
07 sep'22

Göngum í skólann 2022

Göngum í skólann verður sett í Melaskóla, í dag, þann 7. september,  að viðstöddum góðum gestum. Allar nánari upplýsingar er að finna Göngum í skólann (gongumiskolann.is) Meginmarkmið Göngum í skólann er að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla, hvetja til aukinnar hreyfingar…

Nánar
16 ágú'22

Skólasetning Engjaskóla 2022

Mánudaginn 22. ágúst verður skólasetning og kynningarfundir fyrir foreldra. Nemendur og foreldrar/forráðamenn í 1. bekk mæta samkvæmt skipulagi frá umsjónarkennurum. Allir nemendur Engjaskóla mæta síðan samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst. Foreldrar eru vinsamlegast hvattir til að mæta á skólasetningu og kynningarfund með umsjónarkennurum. Skólasetning/kynningarfundur fyrir 2.-4. bekk kl. 9:00 Skólasetning/kynningarfundur fyrir 5.-7. bekk kl. 10:00…

Nánar
15 jún'22

Gleðilegt sumar!

Starfsfólk Engjaskóla vill óska nemendum sínum, foreldrum þeirra og fjölskyldum gleðilegs sumars með óskum um gleði og hamingju á komandi sumri. Við sjáumst svo hress, kát og afslöppuð í ágúst. Hlýjar sumarkveðjur frá starfsfólki Engjaskóla.

Nánar