18 okt'21

Viðtöl og vetrarleyfi

Við viljum minna á að fimmtudaginn 21. október verða nemenda- og foreldraviðtöl. Daginn eftir, föstudaginn 22. október, tekur vetrarleyfið við og stendur til þriðjudagsins 26. október. Miðvikudaginn 27. október byrjar skólastarf aftur samkvæmt stundaskrá.  

Nánar
15 okt'21

Skáld í skólum

Föstudaginn 15. október fengu nemendur 5.-7. bekkja góða gesti. Það voru rithöfundarnir Sverrir Norland og Kristín Ragna Gunnarsdóttir, sem kynntu bækur sínar og önnur verk. Þegar kynningunni var lokið  útskýrðu þau fyrir nemendum hvernig sögur þeirra verða til og  hvernig þau fá hugmyndir að nýjum sögum. Að síðustu sömdu þau Sverrir og Kristín Ragna mjög…

Nánar
14 okt'21

6. bekkur á Kjarvalsstöðum

Í dag fór hluti af 6. bekk á Kjarvalsstaði til að kynnast lífi og list listamannsins Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals. Til er nýlega útgefin barnabók um Kjarval og nú á fjölunum er fjölskylduleiksýning um Kjarval í Borgarleikhúsinu ef þið viljið kafa dýpra með börnum ykkar um listamanninn. Börnin fengu svo öll boðsmiða á listsýningar hjá Listasafni…

Nánar
14 okt'21

Bleiki dagurinn föstudaginn 15. október

Við viljum minna á Bleika daginn, sem er haldinn föstudaginn 15. október og er ætlaður til að sýna konum, sem greinst hafa með krabbamein, stuðning og samstöðu. Af því tilefni viljum við biðja starfsfólk og nemendur Engjaskóla að koma klædd í einhverju bleiku í tilefni dagsins. Nánari upplýsingar á síðu Bleiku slaufunnar.

Nánar
12 okt'21

Viðurkenningar fyrir Ólympíuhlaup og Göngum í skólann

Mánudaginn 11. október voru afhentar viðurkenningar fyrir verkefnin „Göngum í skólann“ og Ólympíuhlaup ÍSÍ. Til að aðstoða við verðlauna afhendinguna mætti Thelma Björn Björnsdóttir Ólympíufari 2016 og 2021 og afhendi nemendum verðlaunin. Nemendur skráðu í þrjár vikur í september hvernig þeir komu í skólann og var lögð áhersla á að nemendur tileinkuðu sér virkan ferðamáta,…

Nánar
01 okt'21

Ólympíuhlaup ÍSÍ 2021

Hið árlega Ólympíuhlaup Engjaskóla fór fram í dag 1. október.  Nemendur hlupu frá Egilshöll niður að strandlengjunni og gátu valið að hlaupa nokkra hringi í Staðarhverfinu. Mjög margir nemendur voru mjög áhugasamir og hlupu nokkra hringi í Staðarhverfinu. En með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur til að hreyfa sig reglulega og stuðla…

Nánar
01 okt'21

Starfsdagur mánudaginn 4. október

Við viljum minna á starfsdaginn okkar sem verður mánudaginn 4. október. Nemendur Engjaskóla fá því langa helgi og mæta aftur til starfa þriðjudaginn 5. október samkvæmt stundaskrá. Kær kveðja frá  starfsfólki Engjaskóla

Nánar
28 sep'21

Gul veðurviðvörun frá kl. 13.00 þriðjudaginn 28. september

Gul veðurviðvörun er á höfuðborgarsvæðinu frá kl. 13.00 í dag, þriðjudaginn 28. september, og  til miðnættis. Veðurstofa Íslands hefur sett út gula veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið og gildir hún frá kl. 13.00 til miðnættis. Hún er því í gildi þegar börn eru á leið heim úr skóla og frístundarstarfi síðdegis. Foreldrar eru hvattir til að huga…

Nánar
24 sep'21

Rithöfundur í heimsókn í 4. bekk

Frá kennurum 4. bekkjar: “Við höfum verið dugleg í því að afla okkur nýútgefinna bóka sem við vinnum svo með hér á fjölbreyttan hátt. Þessa dagana þá erum við að vinna með bókina “Sumar í sveitinni” sem gengur afar vel. Til að kóróna þetta flotta verkefni þá fengum við rithöfundinn sjálfan í heimsókn til okkar…

Nánar
24 sep'21

Már kom í heimsókn

Nemendur Engjaskóla fylgdust vel með íslensku keppendunum á Paralympic sem fóru fram í Tókýó. Már Gunnarsson var mjög duglegur að setja efni inn á TikTok og voru nemendur í 6. og 7. bekk mjög áhugasamir að hitta hann. Ósk þeirra rættist miðvikudaginn 22. september er hann mætti og hélt frábæran fyrirlestur. Myndir

Nánar