Skip to content
15 jún'22

Gleðilegt sumar!

Starfsfólk Engjaskóla vill óska nemendum sínum, foreldrum þeirra og fjölskyldum gleðilegs sumars með óskum um gleði og hamingju á komandi sumri. Við sjáumst svo hress, kát og afslöppuð í ágúst. Hlýjar sumarkveðjur frá starfsfólki Engjaskóla.

Nánar
09 jún'22

Útskrift Engjaskóla 2022

Fyrsta útskrift Engjaskóla, þar sem foreldrar máttu mæta með börnum sínum var haldin miðvikudaginn 8. júní. Útskriftir 1.-4. bekkja og svo 5.-6. bekkja voru með svipuðu sniði. Foreldrar komu á sal þar sem Álfheiður skólastjóri hélt stutta tölu og  nemendur sungu Draumar geta ræst. Þaðan var haldið í stofur nemenda þar sem kennarar sögðu frá…

Nánar
07 jún'22

Íþróttadagurinn 2022

íþróttadagur Engjaskóla var haldinn hátíðlegur þriðjudaginn 7. júní. Íþróttakennarar höfðu sett upp alls kyns stöðvar og síðan fóru hópar nemenda á milli. Stöðvarnar voru mjög fjölbreyttar, s.s. skotbolti, fílabolti, reipitog, stígvélakast, myndastyttuleikur,  limbó og teningaratleikur svo fátt eitt sé nefnt. Íþróttadagurinn var skertur dagur og fóru nemendur heim að afloknum hádegismat. Vindvélin var í gangi…

Nánar
03 jún'22

Skólaslit Engjaskóla vorið 2022

Þriðjudaginn 7. júní verður íþróttadagur, dagurinn er skertur skóladagur og lýkur skóladeginum kl. 12:30.   Miðvikudaginn 8. júní verða skólaslit Engjaskóla og munu þau fara þannig fram að nemendur í 1.-4. bekk mæta klukkan 9 í skólann. Nemendur 5.-6. bekkja mæta klukkan 10 Nemendur 7. bekkja mæta klukkan 11 og munu skólaslit þeirra fara fram…

Nánar
27 maí'22

Vorhátíð Engjaskóla 2022

Fyrsta vorhátíð Engjaskóla, sem fram fór miðvikudaginn 25. maí, tókst með eindæmum vel, þökk sé frábæru starfi foreldrafélagsins, frábærum foreldrum og börnum þeirra og starfsfólk skólans lagði sitt af mörkum. Veðrið lék við okkur fyrir utan stuttan regnskúr í byrjun hátíðar. Söng- og dansatriði nemenda þóttu mjög skemmtileg og  voru öllum til sóma. Áhættuatriði BMX…

Nánar
25 maí'22

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaviðs 2022

Nemendaverðlaun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur voru veitt í 20. sinn mánudaginn 23. maí í Rimaskóla. Fallegar umsagnir kennara og skólastjórnenda um nemendur sem hlutu nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur fengu viðstadda til að horfa björtum augum til framtíðar. Þau 34 börn, sem verðlaunin hlutu, þóttu hafa skarað hafa fram úr í námi, félagsfærni, virkni í…

Nánar
20 maí'22

Vorhátíð Engjaskóla 2022

Vorhátíð Engjaskóla verður haldin miðvikudaginn 25. maí frá klukkan 16 til 18 Allskyns skemmtiatriði verða í boði á skólalóðinni,s.s. hoppukastalar, BMX Bros, andlitsmálning, útileikir og  svo verða 6. bekkingar með  opna sjoppu. Inni í Engjaskóla er opnun á Listagalleríinu Engi, þar sem getur að líta verk nemenda í list- og verkgreinum. Önnur dagskrá inni í…

Nánar
17 maí'22

Samsöngur á sal

Föstudaginn 13. maí var boðað til samsöngs á sal. Lagalistinn innihélt þrjú lög: Með hækkandi sól Barnamenningarhátíðarlagið Þriggja tíma brúðkaup og Draumar geta ræst. Nemendur tóku vel undir og úr varð stórskemmtileg söngstund. Myndir.

Nánar
06 maí'22

Starfsdagur mánudaginn 9. maí

Við viljum minna á starfsdag starfsfólks Engjaskóla, sem verður mánudaginn 9. maí og því frí hjá nemendum. Þriðjudaginn 10. maí verður svo kennsla eftir stundaskrá. Góða helgi!

Nánar
26 apr'22

Stóra upplestrarkeppnin 2022

Úrslit Stóru upplestrarkeppninnar fyrir Grafarvog fóru fram mánudaginn 25. apríl í Grafarvogskirkju. Efstu sætin féllu í garð nemenda úr Folfaskóla og Rimaskóla. Hrafnhildur og Berglind tóku þátt í keppninni fyrir hönd Engjaskóla og stóðu þær sig með prýði og voru skólanum til mikils sóma.

Nánar