Félagsmiðstöðin Vígyn er starfrækt af frístundamiðstöðinni Brúnni og er félagsmiðstöð fyrir Borgaskóla (5.-7. bekkur), Engjaskóla (5.-7. bekkur) og Víkurskóla (8.-10. bekkur).
Í starfi félagsmiðstöðva er lögð áhersla á að þjálfa samskiptafærni, auka félagsfærni, styrkja sjálfsmynd og efla samfélagslega virkni og þátttöku. Barna- og unglingalýðræði er hugmyndafræðin sem starfið byggir á og tryggir áhrif barna og unglinga á starfið.
Opnunartími 10 – 12 ára starfsins:
mánudagar: 16:30-18 í Borgaskóla og Engjaskóla
miðvikudagar: 17-18:30 í Borgaskóla og Engjaskóla
föstudagar: 17-18:30 í Víkurskóla
Auk þess er starfsmaður frá félagsmiðstöðinni með viðveru 1x í viku á skólatíma í Engjaskóla og er með opnun í morgunfrímínútum fyrir 7.bekk ásamt því að sinna hópefli, samskipta- og félagsfærniverkefnum inni í bekkjum á miðstigi í samráði við skólastjórnendur og umsjónarkennara.
Allar nánari upplýsingar varðandi starfið og dagskrá Vígyn má finna í fréttabréfi sem sent er foreldrum í upphafi hvers mánaðar í gegnum Mentor. Eða á heimasíðu Vígyn: https://gufunes.is/vigyn/
Umsjónarmaður 10-12 ára starfsins er Helga Hjördís, helgahjordis@rvkfri.is, s. 695-5082
Myndir:
Í Gufunesbæ með Vígyn