Engjaskóli á Evrópuróli
Námsferð starfsfólks Engjaskóla til Danmerkur stóð yfir dagana 5. til 9. júní 2023.
Við skoðuðum þrjá skóla á Amager í Kaupmannahöfn, sem hver um sig leggur áherslu á þætti, sem við viljum hafa í okkar skóla.
Þessir þættir eru útikennsla, hreyfing og nýsköpun.
Dagskráin var í stórum dráttum þannig að flogið var út mánudaginn 5. júní og gist á hóteli í miðbæ Kaupmannahafnar.
Þriðjudaginn 6. júní var farið í skólaheimsókn í Skolen på Hannemanns Allé. Skólabyggingin var ekki enn fullbyggð en við fengum fræðslu umskólann í útikennslustofu skólans, sem hentaði okkur mjög vel.
Að því loknu var farið í boð í sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn.
Miðvikudaginn 7. júní fórum við í Ørestad Skole en einn kennari Engjaskóla vann við þennan skóla fyrir nokkrum árum.
Síðar um daginn fórum við í heimsókn í Jónshús og fengum kynningu á starfsemi hússins.
Þriðjudaginn 6. júní var farið í skólaheimsókn í Skolen på Hannemanns Allé. Skólabyggingin var ekki enn fullbyggð en við fengum fræðslu umskólann í útikennslustofu skólans, sem hentaði okkur mjög vel.
Að því loknu var farið í boð í sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn.
Miðvikudaginn 7. júní fórum við í Ørestad Skole en einn kennari Engjaskóla vann við þennan skóla fyrir nokkrum árum.
Síðar um daginn fórum við í heimsókn í Jónshús og fengum kynningu á starfsemi hússins.
Fimmtudaginn 8. júní fórum við í skólaheimsókn í Amager Fælled Skole en þar fengum við að sjá nýtt og glæsilegt tónnlistarhús.
Föstudagurinn 9. júní var svo ferðadagur og haldið var heim á leið.
-
Erasmus+ er styrkjaáætlun ESB fyrir mennta-, æskulýðs- og íþróttamál 2021 - 2027
Erasmus+ mun veita 26 milljarða evra í styrki á þessu sjö ára tímabili til fjölbreyttra verkefna. - Hér má lesa meira um starfsemi Erasmus+