Skip to content

Lykilhæfni er sú hæfni sem snýr að nemandanum sjálfum og er ætlað að stuðla að alhliða þroska hans.Lykilhæfnin skiptist í fimm þættir sem lagðir eru til í aðalnámskrá grunnskóla. Allir þættirnir fimm eru jafn mikilvægir en farið er misjafnlega djúpt í þá eftir aldri nemenda. Þættirnir eru;
• tjáning og miðlun
• skapandi og gagnrýnin hugsun
• sjálfstæði og samvinna
• nýting miðla og upplýsinga
• ábyrgð og mat á eigin námi
Lykilhæfniþættirnir eru skilgreindir á hverju stigi fyrir sig og þannig gerðir aðgengilegir fyrir foreldra og nemendur. Lykilhæfnin felst ekki einungis í frammistöðu í tímum heldur einnig í því hvernig nemendur standa sig í skólanum almennt, í félagslífi, frímínútum o.s.frv.

Um lykilhæfni á vefsíðu Menntamálastofnunar.

Lykilhæfni 1. bekkur
Lykilhæfni 2. bekkur
Lykilhæfni 3. bekkur
Lykilhæfni 4. bekkur
Lykilhæfni 5. bekkur
Lykilhæfni 6. bekkur
Lykilhæfni 7. bekkur