Kennsluhættir
Engjaskóli er teymiskennsluskóli þar sem áhersla er lögð á samvinnu og fjölbreytni. Menntastefna Reykjavíkurborgar er höfð að leiðarljósi en þar er útgangspunkturinn að láta draumana rætast. Í teymisskólum er árgangurinn einn hópur með kennurum sem vinna saman með hópinn hvort sem um er að ræða umsjónarkennara eða sérgreinakennara. Allir láta sig nemendur varða og allir vinna saman.
Engjaskóli er nýr skóli sem tók til starfa haustið 2020. Nýsköpun, fjölbreyttir kennsluhættir, hreyfing og hreysti vegur þungt í stefnumótun skólans. Til þess að ýta undir hreyfingu á sem fjölbreyttastan hefur verið settur upp klifurveggur í alrými skólans sem er svæði sem býður upp á fjölbreyttar og skemmtilegar leiðir sem ýta undir hreyfingu auka hreyfifærni, lipurð og þrautalausnir. Ávinningur fyrir nemendur er efalítið aukin hreyfifærni, lipurð og útsjónarsemi sem leiðir vonandi til betri námsárangurs. Skólinn tekur þátti i Ólympíuhlaupi ÍSÍ, Lífshlaupinu og Göngum í skólann.
Nemendalýðræði og stefnumótun skóla og skólastarfs er stór liður í skólastarfi. Nemendur taka þátt í hönnun svæðisins með tillögum að þrautum og afþreyingu á gólf og veggi. Með því móti verða þeir virkir þátttakendur í stefnumótun nýs Engjaskóla en stefnumótun en rauði
þráðurinn í öllu skólastarfi.
Í skólanum er lögð áhersla á allir nái árangri og til þess eru m.a. notaðir fjölbreyttir kennsluhættir. Lögð er áhersla á fjölbreytta kennslu list- og verkgreina sem stundum er samþætt öðrum námsgreinum. Í skólanum verður áhersla á útinám og hafa einstaka umsjónarkennarar verið á námskeiðum og fræðslufundum um þessi málefni og eru byrjaðir að vinna með nemendum úti og fara með þá í skipulagðar kennslustundir og rannsóknarvinnu á vettvangi. Þannig læra nemendur best að bera virðingu fyrir umhverfinu þegar þeir kunna að lesa í umhverfið og vita hvernig lífkeðjan er mynduð. Þetta er þróunarverkefni innan skólans og verður unnið að því að auka þennan þátt í skólastarfinu nemendum til hagsbóta með meiri vitneskju um umhverfi sitt. Lögð er áhersla á núvitund og slökun í skólanum.
Hollt og gott mataræði er haft að leiðarljósi í skólanum og er farið eftir markmiðum manneldisráðs í þeim efnum. Nemendum stendur til boða ókeypis hafragrautur alla daga og nemendur geta verið í ávaxtaáskrift. Lögð er áhersla á að nesti sem kemur að heiman sé hollt og gott og hvatt til mikillar
vatnsdrykkju. Á hverju ári eru foreldrum sendar ítarlegar upplýsingar um æskilegt nesti og komið með tillögur fyrir hvern aldur.
Stefna skólans er jafnframt:
• að nemendum í skólanum líði vel
• að kenna nemendum tillitssemi í samskiptum, tjáskiptum og að bera virðingu fyrir öðrum
• að stuðla að faglegu og metnaðarfullu skólastarfi
• að nemendur fái fjölbreytta kennsluhætti
• að auka notkun tækni í skólastarfinu
• að koma til móts við þarfir nemenda á því þroskastigi sem þeir eru með sveigjanlegu
• skólastarfi
• að þjálfa með nemendum sjálfstæði í vinnubrögðum og samvinnu og að efla ábyrgð nemenda á eigin
námi
• að leggja áherslu á umhverfisfræðslu í skólastarfi og ná markmiðum um að vera Skóli á grænni grein
• að vinna að öflugu foreldrasamstarfi sem er byggt á gagnkvæmu trausti og virðingu
• að efla starf með auknu námsframboði á miðstigi s.s. valgreinar
• að leggja áherslu á forvarnarstarf og heilbrigða lífshætti og leggja áherslu á Heilsueflandi skóla
Nánari upplýsingar varðandi skólastarfið í Engjaskóla er að finna í starfsáætlun skóla.