Skip to content

I Almennt um myndatökur og myndbirtingar 1. Á starfsstöðum skóla- og frístundasviðs njóta börn lögum samkvæmt friðhelgi einkalífs.

2. Í lögum nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eru persónuupplýsingar skilgreindar sem sérhverjar persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar um hinn skráða, þ.e. upplýsingar sem beint eða óbeint má rekja til tiltekins einstaklings, látins eða lifandi. Af skilgreiningunni leiðir að myndir geta fallið hér undir ef hægt er að bera kennsl á þann er birtist á mynd og segja má að myndin beri með sér upplýsingar um hann. Birting slíkra mynda á internetinu getur talist vera rafræn vinnsla persónuupplýsinga og verður þá að uppfylla skilyrði laga nr. 77/2000.1 Sama gildir um birtingu með öðrum miðlum. Það er ófrávíkjanlegt skilyrði vinnslu persónuupplýsinga að þær skulu unnar með sanngjörnum, málefnalegum og lögmæltum hætti og öll meðferð þeirra skal vera í samræmi við vandaða vinnsluhætti persónuupplýsinga.2 Gera þarf greinarmun á því hvort um er að ræða mynd af viðburði eða af tilteknum og jafnvel nafngreindum einstaklingi. Alla jafna mega myndir sem teknar eru á viðburðum vera á opnum svæðum á meðan myndir af einstökum og jafnvel nafngreindum börnum eiga betur heima á læstum svæðum. Afla þarf samþykkis forsjáraðila fyrir myndatöku af barni og birtingu myndefnis af því. Ekki er heimilt að nota slíkt myndefni í öðrum tilgangi en samþykki nær til. II Ábyrgð stjórnenda og samþykki forsjármanna

3. Börn má ekki mynda í leik eða starfi án leyfis stjórnanda starfsstöðvar eða umsjónarmanna þeirra.

4. Stjórnendur í skóla- og frístundastarfi bera ábyrgð á myndatökum og myndbirtingum á starfsstað sínum, upplýsingum um þær til forsjármanna og að ekki séu teknar né birtar myndir af börnum í andstöðu við vilja þeirra eða forsjármanna þeirra. Stjórnendur skulu virða vilja forsjármanna og barna óski þau eftir að ekki verði teknar af þeim myndir eða birtar.

5. Ef til stendur að birta myndir af börnum í skóla- og frístundastarfi í útgefnu efni skal upplýsa foreldra um það og leita eftir samþykki þeirra. Þetta á sérstaklega við ef birta á mynd af einu barni eða tveimur sem auðþekkjanleg eru á myndinni. 1 Upplýsingar á heimasíðu Persónuverndar „Hvaða reglur gilda um myndbirtingar á netinu?“ 2 Sjá nánar 7. gr. laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000. 3 Sjá almenn viðmið SAFT um heimasíður skóla, íþróttafélaga og annarra sem koma að æskulýðs- og tómstundastarfi. Viðmið um myndatökur og myndbirtingar í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar 2015 III Viðmið við myndatöku og myndbirtingu

6. Gæta skal varúðar og nærgætni við allar myndatökur og myndbirtingar af börnum og ungmennum í skóla- og frístundastarfi og að farið sé í hvívetna að lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og upplýsingalaga.

7. Um allar myndatökur og myndbirtingar, hvort sem er á opnu eða læstu svæði, gildir eftirfarandi regla; Börn og ungmenni skulu aldrei sýnd á ögrandi, niðrandi eða óviðeigandi hátt, t.d. þannig að þau séu nakin eða klæðalítil, vansæl eða í erfiðum aðstæðum.

8. Myndasöfn skóla- og frístundastarfs þar sem eru m.a. myndir af barni sem er eitt á mynd og eru ekki teknar á opinberum viðburðum skulu vera á lokuðu netsvæði með stýrðum aðgangi/lokaðri FB-síðu. Góð vinnuregla er því að birta einungis hópmyndir af börnum og ungmennum úr skóla- og frístundastarfinu og leitast við að þær endurspegli margbreytileikann í barnahópnum, hvort sem um er að ræða myndir á opnu eða læstu vefsvæði.

9. Ef börn taka þátt í opinberum viðburðum í skóla- og frístundastarfi skal gæta nærgætni og siðgæðis við allar myndatökur og myndbirtingar af þeim.

10. Í myndbirtingum skal þess gætt að jafnræði sé á milli kynja og að hlutfall stúlkna og drengja á myndum sé eins jafnt og kostur er. IV Upplýsingar til starfsfólks, forsjármanna og barna

11. Fjallað skal um þessi viðmið og netorðin 5 í lífsleikninámi barna þannig að þau séu meðvituð um viðmiðin og æskilega nethegðun. Framangreint skal einnig kynnt fyrir starfsfólki og forsjármönnum. Einnig ber að kynna: - Viðmið SAFT, menntamálaráðuneytis og Heimilis og skóla um birtingu upplýsinga og myndefnis af börnum og notkun samfélagsmiðla. - leiðbeiningar og viðmið skóla- og frístundasviðs um notkun vef- og samfélagsmiðla í félagsmiðstöðvarstarfi. Netorðin 5: http://www.saft.is/godar-netvenjur Viðmið SAFT: http://www.heimiliogskoli.is/2014/01/birting-upplysinga-og-myndefnis-af-bornum-ognotkun-samfelagsmidla Bæklingur SFS um notkun vef- og samfélagsmiðla í félagsmiðstöðvarstarfi: http://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/baeklingurumnotkunnetmidlafristundamidst oedvum.pdf