Meðferð persónuupplýsinga hjá Reykjavíkurborg
Fræðsla til samræmis við kröfur persónuverndarlaga
Hver og einn grunnskóli er ábyrgðaraðili persónuupplýsinga nemenda skólans og foreldra þeirra.
Ef þú hefur spurningar varðandi meðferð persónuupplýsinga barna þinna getur þú haft samband við skólastjóra grunnskólans eða persónuverndarfulltrúa Reykjavíkurborgar.
Persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar er Dagbjört Hákonardóttir, lögfræðingur á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.
Verkefni persónuverndarfulltrúa er að sinna eftirliti með reglufylgni og aðstoða ábyrgðaraðila og vinnsluaðila við að fylgja persónuverndarlöggjöfinni. Einstaklingar sem óska upplýsinga um vinnslu persónuupplýsinga hjá Reykjavíkurborg sem og leiðbeininga um hvernig þeir geta neytt réttar síns samkvæmt ákvæðum laganna, geta beint erindum sínum til Dagbjartar í gegnum netfangið personuverndarfulltrui@reykjavik.is eða í síma 411-1111.
Samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008, með síðari breytingum, er skólaskylda á grunnskólastigi að jafnaði í tíu ár, en getur verið skemmri. Öllum börnum, að jafnaði á aldrinum 6 -16 ára er skylt að sækja grunnskóla. Foreldrar gæta hagsmuna barna sinna á skólaskyldualdri.
Foreldrum er skylt að veita grunnskóla upplýsingar um barn sitt sem nauðsynlegar eru fyrir skólastarfið og velferð barnsins samkvæmt 18. gr. laga um grunnskóla. Um persónuupplýsingar sem þannig er aflað eða fylgt hafa barni úr leikskóla er krafist fullrar þagnarskyldu og málsmeðferðar í samræmi við gildandi lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Foreldrum skal gerð grein fyrir þessum upplýsingum. Meðferð upplýsinga skal vera á hendi skólastjóra eða annarra sérfræðinga á vegum sveitarfélagsins samkvæmt nánari ákvörðun þess.
Á grundvelli laga um grunnskóla hefur verið sett reglugerð nr. 897/2009 um meðferð, eyðingu og miðlun upplýsinga og um rétt foreldra til aðgangs að upplýsingum um börn sín auk þess sem í gildi eru fleiri reglugerðir sem tengist vinnslu persónuupplýsinga nemenda svo sem reglugerð um skil og miðlun upplýsinga milli leik- og grunnskóla nr. 896/2009, með síðari breytingum.
Um rétt foreldris sem ekki fer með forsjá barns til upplýsinga um barn sitt samkvæmt þessum lögum fer samkvæmt fyrirmælum 52. gr. barnalaga, nr. 76/2003.
Af og til eru teknar og birtar myndir og myndskeið af nemendum á grundvelli samþykkis foreldra. Myndirnar eru notaðar til að veita foreldrum og nemendum innsýn í þá starfsemi sem fram fer í skólanum og kann það að vera birt á vefsíðu skólans eða öðrum opinberum vettvangi.
Í starfsemi skólans eru jafnframt teknar myndir og myndskeið af nemendum í tengslum við verkefnavinnu nemenda auk þess sem tekin er mynd af þeim til að hafa í rafrænu upplýsingakerfi skólans.
Allir grunnskólar landsins sem eru ábyrgðaraðilar og hafa til samræmis við framangreint heimild á grundvelli 1. mgr. 9. gr. og 1. mgr. 11. gr. persónuverndarlaga til vinnslu persónuupplýsinga um nemendur.
Um er að ræða grunnupplýsingar um nemanda, þ.e. nafn, kennitölu, heimilisfang, netfang, símanúmer og upplýsingar um nánustu aðstandendur, ljósmyndir, myndskeið, einkunnir, námsmat, fjarvistir, heimavinnu og almenna umfjöllun um atburði sem eiga sér stað á skólatíma.
Jafnframt er um að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar, t.d. um greiningar eða heilsufar, um nemendur eða aðstandendur þeirra í rafræn upplýsingakerfi til samræmis við skilgreiningu laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 á hugtakinu.
Vinnsla nær til eftirfarandi flokka skráðra einstaklinga: Grunnskólabörn, forsjáraðila og starfsmenn ábyrgðaraðila, sem og hverja þá flokka skráðra einstaklinga sem ábyrgðaraðili ákveður að vinnsla þurfi að ná til.
Upplýsingar um nemendur berast frá foreldrum í gegnum Rafræna Reykjavík en þaðan fara umsóknir um skólavist í rafrænt upplýsingakerfi skólans. [Grunnskólinn tekur mynd af nemandanum og setur í rafræna upplýsingakerfið]. Starfsfólk skráir upplýsingar frá foreldrum og skráir sjálft í kerfið upplýsingar í tengslum við nám barnsins. Upplýsingar geta jafnframt borist frá fyrri leikskóla barnsins, fyrri skóla, frá heilsugæslu, læknum eða öðrum aðilum.
Útbúnar eru persónumöppur sem geymdar eru á öruggum stað fyrir hvern nemanda skólans . Í persónumöppuna er safnað skjölum er varða viðkomandi nemanda á námstíma hans í skólanum.
Starfsfólk grunnskólans sem þarf á upplýsingum að halda vegna starfa sinna hefur aðgang að upplýsingunum. Jafnframt hefur starfsfólk skrifstofu skóla- og frístundasviðs aðgang að upplýsingum í tengslum við innheimtu gjalda vegna mötuneytisþjónustu auk þess sem grunnskólar geta leitað ráðgjafar hjá skrifstofu skóla- og frístundasviðs í tengslum við einstök mál.
Fái nemandi ekki fullnægjandi aðstoð vegna fötlunar, sjúkdóms eða námslegra, félagslegra eða tilfinningalegra erfiðleika getur máli verið vísað til nemendaverndarráðs skólans.
[Foreldrar hafa aðgang að bekkjarlista í rafrænu upplýsingakerfi skólans með nöfnum bekkjarfélaga barna sinna ásamt tengiliðaupplýsingum, svo sem nöfnum foreldra, netföngum þeirra og símanúmerum. Þessar upplýsingar má eingöngu nýta í þágu velferðar hlutaðeigandi barna. ]
[Foreldri getur fjarlægt aðgang að upplýsingum um sig, hvort sem er í heild eða hluta, með því að fara í „stillingar“ í rafræna kerfinu NAFN KERFIS]
[Við skólann er starfandi foreldrafélag en formaður félagsins fær afhentan lista yfir foreldra barna í skólanum með kennitölum foreldra í þeim tilgangi að innheimta félagsgjöld. ]
[Ef nemandi nýtur þjónustu frístundaheimilisins er miðlað upplýsingum til frístundaheimilisins um fjarveru nemandans í skólanum].
Við flutning nemenda milli grunnskóla skal skólastjóri þess skóla sem nemandinn var í sjá til þess að nauðsynlegar persónuupplýsingar um nemanda flytjist með tryggum og öruggum hætti til viðtökuskóla. Ef ekki liggja fyrir upplýsingar um viðtökuskóla verða gögn ekki send fyrr en beiðni viðtökuskóla hefur borist.
Í grunnskólum er unnið að forvarnastarfi með skimunum og athugunum á nemendum til að tryggja þeim kennslu og námsaðstoð við hæfi í samvinnu við sérfræðinga þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og aðra sérfræðinga. Auk þess fara fram greiningar á nemendum sem eiga í sálrænum eða félagslegum erfiðleikum sem hafa áhrif á nám þeirra. Allar athuganir á vegum skóla sem varða einstaka nemendur skulu gerðar í samráði við og með samþykki foreldra. Greina skal foreldrum frá niðurstöðum slíkra athugana.
Skólastjóra eða öðrum sérfræðingum á vegum sveitarfélags er heimilt að miðla, að fengnu samþykki foreldris, nauðsynlegum persónuupplýsingum um einstaka nemendur til framhaldsskóla. Með samþykki er átt við upplýst samþykki samkvæmt persónuverndarlögum nr. 90/2018.
Starfsfólki grunnskóla og öðrum sem koma að málefnum nemenda ber að gæta fyllstu þagmælsku um hagi barna og foreldra þeirra sem það fær vitneskju um í starfi sínu og leynt skal fara samkvæmt 2. mgr. 12. gr. laga um grunnskóla.
Grunnskólinn notar rafræna upplýsingakerfið [nafn kerfis] á grundvelli vinnslusamnings sem það hefur gert við [nafn fyrirtækis].
Komið getur til þess að grunnskóla beri að afhenda gögn á grundvelli stjórnsýslulaga nr. 37/1993, upplýsingalaga nr. 140/2012 eða barnaverndarlaga nr. 80/2002, með hliðsjón af 2. mgr. 17. gr. persónuverndarlaga nr. 90/2018.
Þegar upplýsingarnar berast í gegnum Rafræna Reykjavík eru þær skráðar í rafrænt upplýsingakerfi skólans sem er gagnagrunnur sem hýstur er af [nafn fyrirtækis].
Í lok hvers skólaárs yfirfer umsjónarmaður skjalasafns persónumöppur nemenda og gætir þess að öll gögn varðandi nemendur hafi verið prentuð út og sett í persónumöppur.
Grunnskólar eru skilaskyldir aðilar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014. Af því leiðir að þeim er óheimilt að eyða skjölum og gögnum sem þeim berast eða verða til hjá þeim, nema að fengnu leyfi Þjóðskjalasafns Íslands. Í skilaskyldu felst jafnframt að öllum skjölum og gögnum sem berast leikskólunum eða verða til hjá þeim, skal skilað til Borgarskjalasafns sem síðan skilar þeim til Þjóðskjalasafns Íslands þar sem þau eru geymd til framtíðar. Nánari upplýsingar um Borgarskjalsafn má finna á vef safnsins: : https://skjalasafn.is/S
Miðað skal við að persónumöppum nemenda sé skilað á Borgarskjalasafn um 10 árum eftir
að nemandi útskrifast eða fluttist í annan skóla.
Einstaklingur hefur rétt á því að fá staðfestingu frá Reykjavíkurborgar um hvort verið sé að vinna persónuupplýsingar er varða hann sjálfan og ef svo er rétt til aðgangs að persónuupplýsingunum og að upplýsingum um eftirfarandi atriði:
• tilgang vinnslunnar
• viðkomandi flokka persónuupplýsinga
• viðtakendur eða flokka viðtakenda sem fengið hafa eða munu fá persónuupplýsingarnar í hendur
• hversu lengi fyrirhugað er að varðveita persónuupplýsingarnar
• að fyrir liggi réttur til að fara fram á það við velferðarsvið Reykjavíkurborgar að láta leiðrétta persónuupplýsingar, eyða þeim, takmarka vinnslu eða andmæla vinnslu.
• réttinn til að leggja fram kvörtun hjá eftirlitsyfirvaldi
• ef persónuupplýsinganna er ekki aflað hjá hinum skráða, allar fyrirliggjandi upplýsingar um uppruna þeirra
• hvort fram fari sjálfvirk ákvarðanataka, þ.m.t. gerð persónusnið.
Sama rétt hefur skráður aðili.
Upplýsingar sem veittar eru skulu vera án endurgjalds. Séu beiðnir frá einstaklingi augljóslega tilefnislausar eða óhóflegar, einkum vegna endurtekningar, er Reykjavíkurborg heimilt að setja annað hvort upp sanngjarnt gjald með tilliti til kostnað við upplýsingagjöfina eða að neita að verða við beiðninni.
Einstaklingur á rétt á að fá óáreiðanlegar persónuupplýsingar er varða hann sjálfan leiðréttar af Reykjavíkurborg og láta fullgera ófullkomnar persónuupplýsingar. Persónuverndarfulltrúi veitir nánari leiðbeiningar til einstaklinga vegna þessa.
Réttur til eyðingar á gögnum gildir ekki varðandi umsóknir og mál er varða grunnskóla Reykjavíkurborgar. Ástæðan er sú að vinnsla persónuupplýsinga er talin nauðsynleg til að uppfylla lagaskyldu sem hvílir á sviðinu, sem og vegna skyldu grunnskóla til skila á skjölum samkvæmt ákvæðum laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Skjölum verður því ekki fargað nema að fengnu sérstöku leyfis þjóðskjalavarðar samkvæmt 1. mgr. 24. gr. sömu laga. Öll gögn eru afhent Borgarskjalasafni til varðveislu ef engin hreyfing hefur verið á máli einstaklinga í 30 ár. Þó skulu skjöl og önnur gögn á rafrænu formi afhent að jafnaði eigi síðar en þegar þau hafa náð fimm ára aldri.
Í ákveðnum tilvikum er hægt að krefjast þess að Reykjavíkurborg takmarki vinnslu á persónuupplýsingum. Þetta getur átt við ef hinn skráði véfengir að persónuupplýsingar séu réttar, eða ef talið er að vinnsluna skorti lagastoð. Almennt áskilur Reykjavíkurborg þó að einstaklingar afli staðfestingar á réttum upplýsingum áður en til takmörkunar þeirra kemur. Ef til takmörkunar vinnslu kemur skal einungis vinna slíkar persónuupplýsingar á grundvelli samþykkis skráðs aðila. Almennt er þó Reykjavíkurborg skylt að varðveita öll skjöl sem orðið hafa til við vinnslu persónuupplýsinga, með þeim undantekningum sem að framan greinir.
Komi til þess að takmörkun vinnslu verði aflétt skal Reykjavíkurborg tilkynna hinum skraða um það áður, og eftir atvikum veita honum færi á að hreyfa andmælum í samræmi við málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga.
Eigi skráður aðili rétt til að andmæla vinnslu persónuupplýsinga er varða hann sjálfan skal ekki vinna persónuupplýsingar frekar nema að sýna fram á mikilvægar lögmætar ástæður fyrir vinnslunni sem ganga framar hagsmunum, réttindum og frelsi hins skráða. Sama gæti átt við ef þarf að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfu.
Sé réttur til að flytja eigin gögn fyrir hendi, skal afhenda skráðum aðila persónuupplýsingar er varða hann sjálfan, á skipulegu, algengu, tölvulesanlegu sniði til að senda til annars ábyrgðaraðila.
Sérhver einstaklingur skal, án þess að það hafi áhrif á önnur stjórnsýslu- eða réttarúrræði, hafa rétt til að leggja fram kvörtun hjá eftirlitsyfirvaldi. Persónuvernd skal upplýsa kvartanda um framvindu og niðurstöður kvörtunar, m.a. möguleikann á að höfða mál fyrir dómstóli vegna lagalega bindandi ákvörðunar Persónuverndar sem hann varðar.
Persónuverndarstefna Reykjavíkurborgar
Þessari síðu er ætlað að veita upplýsingar um þá vinnslu persónuupplýsinga sem á sér stað í grunnskólanum.
Reykjavíkurborg hefur það að markmiði að tryggja í hvívetna áreiðanleika, trúnað og öryggi allra
persónuupplýsinga sem unnið er með á vegum borgarinnar. Reykjavíkurborg hefur því sett sér
svohljóðandi persónuverndarstefnu, í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og
vinnslu persónuupplýsinga (persónuverndarlaga).
Með stefnu þessari leggur Reykjavíkurborg áherslu á mikilvægi þess að gætt sé að því að öll vinnsla
persónuupplýsinga innan sveitarfélagsins fari fram í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga sem og
stefnumótun á vegum fagsviða og skrifstofa í miðlægri stjórnsýslu. Stefnan gildir um sérhverja vinnslu
persónuupplýsinga á vegum Reykjavíkurborgar, þar á meðal starfsemi í ráðum og nefndum borgarinnar,
svo og þá starfsemi þar sem þriðja aðila hefur verið falið að sinna verkefnum á vegum Reykjavíkurborgar.
Samstarfsaðilum Reykjavíkurborgar skal jafnframt kynnt stefna þessi áður en þeim er falin vinnsla persónuupplýsinga. Reykjavíkurborg leggur sérstaka áherslu á að vinnsla persónuupplýsinga fari fram
með lögmætum, sanngjörnum og gagnsæjum hætti og skyldur Reykjavíkurborgar sem ábyrgðaraðila séu
virtar í hvívetna.
Til persónuupplýsinga teljast hvers kyns upplýsingar sem nota má til að persónugreina skráða einstaklinga beint eða óbeint. Við vinnslu upplýsinga sem gerðar hafa verið ópersónugreinanlegar skal þess ávallt gætt að þær séu ekki þess eðlis að unnt sé að rekja þær til skráðra einstaklinga, verði þær gerðar opinberar. Til vinnslu persónuupplýsinga telst öll notkun og meðferð persónuupplýsinga, svo sem söfnun, skráning,varðveisla og eyðing. Öll vinnsla persónuupplýsinga skal fara fram með lögmætum hætti í skýrumtilgangi. Gætt skal að því að persónuupplýsingar séu ekki unnar frekar á þann hátt að vinnslan sé
ósamrýmanleg upprunalegum tilgangi vinnslunnar og ekki sé gengið lengra í vinnslu persónuupplýsinga
en þörf krefur til að ná því markmiði sem stefnt er að.Til þess að tryggja að unnið sé með persónuupplýsingar í samræmi við meginreglur persónuverndarlagagefur Reykjavíkurborg starfsfólki kost á reglulegri fræðslu og þjálfun í því skyni að skapa almenna oggóða þekkingu á meginreglum persónuverndarlaga og hvernig gætt skuli öryggis persónuupplýsinga á
vettvangi Reykjavíkurborgar sem vinnustaðar og sem veitanda þjónustu. Reykjavíkurborg einsetur sér
jafnframt að móta miðlægar verklagsreglur um meðferð og vinnslu persónuupplýsinga sem og annarra
skjala sem varða persónuvernd og verndun gagna. Þá sé slíkum reglum miðlað til starfsfólks eftir því sem
þurfa þykir með hliðsjón af eðli starfa.
Við framkvæmd lögbundinna og lögmætra verkefna þarf Reykjavíkurborg að safna
persónugreinanlegum upplýsingum um íbúa og aðra skjólstæðinga, starfsfólk Reykjavíkurborgar,
einstaklinga sem búsettir eru utan Reykjavíkur en eiga samskipti við sveitarfélagið, sem og um aðra
tengiliði viðskiptavina, birgja, verktaka, ráðgjafa, stofnana og annarra lögaðila sem Reykjavíkurborg
hefur stofnað til samningssambands við. Söfnun persónuupplýsinga skal þó einskorðast við þær
upplýsingar sem eru nauðsynlegar og viðeigandi með hliðsjón af tilgangi vinnslu hverju sinni. Þannig er
ólíkum persónuupplýsingum safnað um ólíka hópa einstaklinga og fer vinnsla og söfnun
persónuupplýsinga eftir eðli hlutverks, samskipta og eftir atvikum viðskiptasambands sem er á milli
Reykjavíkurborgar og hinna skráðu. Þó kann Reykjavíkurborg að safna umfangsmeiri upplýsingum um
íbúa, starfsmenn og þjónustunotendur sveitarfélagsins en aðra sem hafa samskipti við Reykjavíkurborg
með hliðsjón af eðli verkefna. Sú upplýsingasöfnun skal þó aldrei vera umfram það sem telst nauðsynlegt
og viðeigandi með hliðsjón af tilgangi vinnslunnar.
Reykjavíkurborg vinnur fyrst og fremst með persónugreinanlegar upplýsingar til að sinna lögbundnum
sem og lögheimilum hlutverkum sínum. Þá kann Reykjavíkurborg að vinna með persónugreinanlegar
upplýsingar í tengslum við tölfræði-, sagnfræði- eða vísindarannsóknir. Við vinnslu upplýsinga um birgja
og aðra sem eiga í viðskiptum við Reykjavíkurborg vegna kaupa á vöru eða þjónustu fer sú vinnsla fram
til að geta efnt samning við viðkomandi. Þá er í sumum tilfellum unnið með persónuupplýsingar á
grundvelli samþykkis, þ.e. þegar einstaklingar veita samþykki sitt eða fyrir hönd annarra, svo sem barna
sinna, fyrir því að Reykjavíkurborg vinni með persónuupplýsingar í skýrt tilgreindum tilgangi. Að auki
getur Reykjavíkurborg þurft að vinna með persónuupplýsingar til að stofna, hafa uppi eða verja
réttarkröfur í því skyni gæta hagsmuna fyrir dómstólum eða öðrum stjórnvöldum eftir því sem við á.
Reykjavíkurborg mun ekki nota þær persónuupplýsingar sem hún hefur undir höndum í öðrum
ósamrýmanlegum tilgangi en þeim sem upplýsinganna var aflað í í fyrstu, án þess að afla samþykkis frá
hinum skráðu.
Reykjavíkurborg mun ávallt sýna sérstaka aðgát við vinnslu og vörslu viðkvæmra persónuupplýsinga, svo
sem upplýsingar um heilsufar, trúarbrögð, aðild að stéttarfélögum og þjóðernislegan uppruna, með
hliðsjón af því sem greinir í 3. tölulið 1. mgr. 3. gr. og 11. gr. persónuverndarlaga. Almennt aflar
Reykjavíkurborg persónuupplýsinga beint frá þeim einstaklingum sem upplýsingar varða. Í þeim tilfellum
þegar upplýsingar koma frá utanaðkomandi aðilum mun Reykjavíkurborgar leitast við að upplýsa hin
skráðu um vinnslu persónuupplýsinga, eftir því sem við á.
Reykjavíkurborg gætir sérstakrar varúðar við söfnun persónugreinanlegra upplýsinga þegar börn og aðrir
ólögráða einstaklingar eiga í hlut. Þá hefur Reykjavíkurborg það að leiðarljósi að gæta öryggis
persónuupplýsinga þessara aðila í skólasamfélaginu og á vettvangi velferðarþjónustu, svo sem við
notkun samfélagsmiðla og annarrar upplýsingatækni.
Reykjavíkurborg kann að þurfa að miðla persónuupplýsingum til annarra aðila. Þannig geta aðilar sem
veita sveitarfélaginu þjónustu á sviði upplýsingatækni og á öðrum sviðum haft aðgang að
persónuupplýsingum sem eru til vinnslu af hálfu Reykjavíkurborgar í samræmi við gerða
þjónustusamninga sem og vinnslusamninga. Þá kann Reykjavíkurborg að vera skylt samkvæmt lögum að
afhenda þriðja aðila persónuupplýsingar sem unnið er með á vegum sveitarfélagins.
Reykjavíkurborg mun ekki miðla persónuupplýsingum utan Evrópska efnahagssvæðisins nema slíkt sé
heimilt lögum samkvæmt. Kveða skal á um varðveislu og vistun persónuupplýsinga af hálfu þriðja aðila í
vinnslusamningum sem Reykjavíkurborg á aðild að.
Reykjavíkurborg mun ekki nota persónuupplýsingar í öðrum tilgangi eða afhenda þær þriðja aðila, nema
á grundvelli lagaheimildar, stjórnvaldsfyrirmæla, dómsúrskurðar, skriflegs vinnslusamnings eða
samþykkis hins skráða. Reykjavíkurborg áskilur sér þó rétt til að afhenda þriðja aðila
ópersónugreinanlegar upplýsingar í vísinda- og rannsóknaskyni eftir því sem lög heimila.
Reykjavíkurborg gerir viðeigandi ráðstafanir til að tryggja áreiðanleika og nákvæmni þeirra gagna og
upplýsinga sem unnið er með á vegum Reykjavíkurborgar. Þessum ráðstöfunum er ætlað að vernda
persónuupplýsingar gegn því að þær glatist eða breytist fyrir slysni og gegn óleyfilegum aðgangi, afritun,
notkun eða miðlun þeirra. Þyki persónuupplýsingar óáreiðanlegar, ónákvæmar eða rangar, mun
Reykjavíkurborg leitast við að leiðrétta þær innan þeirra marka sem lög heimila sem og með hliðsjón af
tilgangi vinnslunnar
Reykjavíkurborg gætir öryggis persónuupplýsinga með viðeigandi tæknilegum og skipulagslegum
ráðstöfunum til að tryggja öryggi persónuupplýsinga, meðal annars með það að markmiði að koma í veg
fyrir mannleg mistök, þjófnað, svik eða aðra misnotkun á upplýsingum. Reykjavíkurborg leggur áherslu
á að takmarka skuli aðgang að upplýsingum við þá starfsmenn sem nauðsynlega þurfa slíkan aðgang til
að ná fram tilgangi vinnslunnar. Starfsfólk Reykjavíkurborgar er jafnframt upplýst um skyldu sína til að
viðhalda trúnaði og tryggja öryggi persónuupplýsinga við upphaf starfa.
Reykjavíkurborg gætir þess við alla vinnslu persónuupplýsinga á sínum vegum að viðeigandi ráðstafanir
séu gerðar til að hinn skráði geti gætt upplýsingaréttar síns sem og réttar til aðgangs að
persónuupplýsingum. Þá skal hinum skráðu standa til boða að andmæla söfnun Reykjavíkurborgar á
söfnun persónuupplýsinga ef svo á við. Þá skulu hin skráðu eiga kost á að óska eftir því að fá vitneskju
um vinnslu persónuupplýsinga sem þau varða, enda standi hagsmunir annarra því ekki í vegi. Sé unnt að
verða við beiðni hinna skráðu skal hún afgreidd eins fljótt og auðið er og almennt eigi síðar en innan eins
mánaðar frá móttöku slíkrar beiðni. Hin skráðu eiga einnig rétt á að óska þess að rangar, villandi eða
ófullkomnar persónuupplýsingar um sig sæti leiðréttingu, lokað verði fyrir notkun þeirra eða þeim eytt,
eftir því sem lög nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn heimila.
Fyrirspurnum vegna vinnslu persónuupplýsinga má koma á framfæri við Reykjavíkurborg með því að
hafa samband við persónuverndarfulltrúa (personuverndarfulltrui@reykjavik.is). Jafnframt má hafa
samband við þjónustuver með því að senda tölvupóst á upplysingar@reykjavik.is eða nota boðleiðir á
heimasíðu Reykjavíkur („Hafa samband“ eða „Netspjall“). Loks er unnt að hringja í þjónustuver í síma
411-1111.
Reykjavíkurborg skal bregðast við erindum íbúa og þjónustunotenda eins fljótt og auðið er með
skriflegum hætti í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti og þau lög sem gilda um starfsemi borgarinnar.
Ábendingum vegna öryggismála, t.d. vegna veikleika eða öryggisbrests á vegum Reykjavíkurborgar, má
jafnframt beina til upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar með því að senda tölvupóst á netfangið
utd@reykjavik.is.
Persónuverndarstefna þessi var samþykkt í borgarstjórn 19. mars 2019 og gildir frá þeim degi til þess
tíma er ný persónuverndarstefna tekur gildi.
Tenglar
- Viðmið um myndatökur og myndbirtingar í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar
- Persónuverndarstefna/öryggisstefna skólans (vantar)
- Vefkökur