Lestrarstefna í hverfi 4 í Reykjavík var gefin út árið 2011. Hún var endurskoðuð árið 2020 af fulltrúum frá Borgarskóla, Engjaskóla, Foldaskóla, Hamraskóla, Húsaskóla, Klébergsskóla, Rimaskóla og Víkurskóla. Við þá vinnu var tekin ákvörðun um að bæta við öllum þáttum læsis og kalla stefnuna læsistefnu í stað lestarstefnu. Læsisstefnan á að vera lifandi skjal og var meginmarkmiðið með endurskoðun stefnunnar að taka inn áhersluþætti nýrrar aðalnámskrár og nýrrar menntastefnu Reykjavíkurborgar.