Um skólabyrjun í Engjaskóla
Samstarf Engjaskóla við leikskólana Engjaborg og Bakka miðar að því að auðvelda börnunum flutninginn af einu skólastigi yfir á annað. Elstu börnin í leikskólunum eru flest væntanlegir nemendur Engjaskóla og því mikilvægt að þau fái tækifæri til að kynnast starfinu í skólanum og aðstæðum.
Verðandi nemendur í 1.bekk koma reglulega í heimsókn yfir skólaárið áður en formleg skólaganga hefst og eru þær heimsóknir samstarfsverkefni viðkomandi leikskóla og grunnskóla. Tengill á Innritun í grunnskóla
Í maí er 6 ára nemendum boðið í vorskóla ásamt foreldrum, sem fá þá kynningu á skólastarfi næsta skólaárs.
Foreldrar barna með sérþarfir (fötlun, þroskafrávik eða börn sem hafa átt við langvinn veikindi að stríða) er bent á að leita til deildarstjóra stoðþjónustu, sem er Olga Hrönn Olgeirsdóttir.
Skólasetning 1. bekkinga fer þannig fram að umsjónarkennarar 1. bekkjar boða foreldra og nemendur til sín í einstaklingsviðtöl að hausti. Í viðtölunum afhenda kennarar skóladagatal, stundatöflur og veita allar nauðsynlegar upplýsingar, s.s. hvað nemendur þurfa að hafa meðferðis í skólann og hvernig skipulagi skólastarfsins er háttað.
Nánari upplýsingar um skólastarfið og námsefni má síðan finna hér á heimasíðu Engjaskóla og í starfsáætlun Engjaskóla.
Hér er bæklingurinn Að byrja í Engjaskóla
Tengill fyrir skóladagatal 2021-2022
Foreldravefur skóla – og frístundasviðs Reykjavíkurborgar er ætlaður foreldum barna á aldrinum 0-16 ára og er markmiðið með honum að efla foreldra í því hlutverki að vera virkir þátttakendur í starfi og námi barnanna. Á vefnum má meðal annars finna hagnýtar upplýsingar um hlutdeild foreldra í skólastarfi og leiðir til að styðja barnið í náminu.