Skip to content

Veikindi eða forföll ber að tilkynna daglega í byrjun skóladags í gegnum Mentor eða með því að hafa samband við skrifstofu skólans sé um lengri leyfi að ræða. 

Aðstandendur geta sótt um leyfi gegnum Minn Mentor. Með þessum hætti er haldið rafrænt utan um allar leyfisbeiðnir sem sendar hafa verið til skólans. Skólastjórnendur þurfa þó að undirrita skriflega og samþykkja leyfi sem veitt er í 6 daga og lengur.

Í vissum tilfellum getur undanþága frá skólasókn verið háð mati skólastjórnenda sem gætu þurft að leita samráðs við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar.

Ef nemendur þurfa undanþágu frá skólavist á starfstíma skóla er foreldrum/forráðarmönnum bent á ferli sem skólinn hefur í þeim málum:

Í 15. grein laga um grunnskóla frá 2008 segir m.a.: ,,Nemendum er skylt að sækja grunnskóla, sbr. 3. gr. Sæki foreldrar skólaskylds barns um tímabundna undanþágu þess frá skólasókn í einstökum námsgreinum eða að öllu leyti er skólastjóra heimilt að veita slíka undnaþágu telji hann til þess gildar ástæður".

 


    Sæki foreldrar skólaskylds barns um tímabundna undanþágu þess frá skólasókn í einstökum námsgreinum eða að öllu leyti er skólastjóra heimilt að veita slíka undanþágu telji hann til þess gildar ástæður. Foreldrar skulu þá sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi meðan á undanþágu stendur. (15. grein grunnskólalaga)