Skip to content
19 nóv'21

Skólaþing

Í dag var Skólaþing Engjaskóla  og mikið um að vera í öllum bekkjum. Nemendur fengu nokkrar kannanir til skoðunar þar sem þeir áttu að koma með tillögur að öllu mögulegu  sem gæti gert góðan skóla enn betri.  Gaman verður að skoða vikulegan fréttapóst frá bekkjunum og skoða myndir af viðburðum dagsins.

Nánar
17 nóv'21

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í Engjaskóla í gær 16. nóvember. Nemendur skólans kepptust við að finna falleg íslensk orð sem þeir settu á íslenskutungurnar okkar. Ekki lá á liði nemenda við orðasöfnunina og tala myndirnar sínu máli.    

Nánar
21 okt'21

Vetrarfrí

Föstudaginn 22. október  til þriðjudagsins 26. október er vetrarfrí. Reykjavíkurborg býður upp á margt skemmtilegt í vetrarfríinu. Við hvetjum alla til að skoða hvað er í boði, sjá tengil. Margt er sér til gamans gert

Nánar
04 nóv'20

Breyting varðandi grímunotkun í skólabílnum

Sam­kvæmt sótt­varn­a­regl­um er krafa um að börn á mið- og unglingastigi beri grímur í skólabílum. Börn á yngsta stigi eru undanþegin þeirri reglu en samt sem áður mælum við með því að þau noti grímu ef eldri nemendur eru einnig í skólabílnum. Þetta á þá sérstaklega við á morgnanna þegar árgangar blandast í bílnum.

Nánar
02 nóv'20

Skólahald 9. – 17. nóvember

Meðan þetta ástand varir verður skipulagið í Engjaskóla með eftirfarandi hætti: Kennsla hefst hjá 1.-4. bekk kl. 8:30 og lýkur ca kl. 13:40. 1.-4. bekkur Nemendur bíða í röðum við innganga og þeim er hleypt inn í hollum. Stuðningsfulltrúar og skólaliðar verða komnir við innganga kl.8:00 hjá yngstu nemendunum þ.e. í 1. og 2. bekk…

Nánar
31 okt'20

Starfsdagur mánudaginn 2. nóvember

Kæru foreldrar/forráðamenn Mánudaginn 2. nóvember verður starfsdagur í grunnskólum Reykjavíkur. Þannig gefst stjórnendum og starfsmönnum skóla tími til að endurskipuleggja skólastarfið í samræmi við nýja reglugerð um takmarkanir á skólastarfi. Við sendum ykkur nýtt skipulag á mánudaginn. Kær kveðja Álfheiður Einarsdóttir Skólastjóri Engjaskóla

Nánar
18 ágú'20

Skólasetning 24. ágúst

Skólasetning verður í Engjaskóla 24. ágúst þar sem nemendur í 2.-7. bekk eru boðaðir á sal skólans og fara síðan inn í stofur. Því miður getum við ekki tekið á móti foreldrum en komum til með að senda upplýsingar um skipulag skólastarfsins í tölvupósti. Reiknað er með að nemendur verði 45 mínútur við skólasetninguna. Kl.…

Nánar
06 ágú'20

Nýr Engjaskóli

Nýr Engjaskóli verður settur 24.ágúst næstkomandi. Allar nánari upplýsingar verða birtar við fyrsta tækifæri. Stjórnendur skólans og aðrir starfsmenn vinna þessa dagana hörðum höndum við að standsetja skólann og undirbúa komu nemenda. Heimasíðan er ekki tilbúin en verður samt sem áður sett í loftið og viljum við biðja fólk að sýna okkur biðlund meðan við…

Nánar