Skip to content
17 nóv'22

Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík

Nemendur úr Engjaskóla, þær Kría Dögg Haraldsdóttir og Stefanía Ósk Þórhallsdóttir fengu Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík skólaárið 2022-2023 Kría Dögg er fyrirmyndar nemandi, hún er bæði jákvæð og hjálpsöm. Hún hefur gott vald á íslenskri tungu og er góður íslenskunemandi. Hún vinnur vel og er góður bekkjarfélagi.   Stefanía Ósk er einstaklega duglegur…

Nánar
14 nóv'22

Starfsdagur í Engjaskóla

Þriðjudaginn 15. nóvember er starfsdagur í Engjaskóla og þess vegna frí hjá nemendum. Skólastarf verður svo með venjubundnum hætti miðvikudaginn 16. nóvember, sem er dagur íslenkskrar tungu.

Nánar
11 nóv'22

Grænfánanefnd Engjaskóla

Í dag, föstudaginn 11. nóvember, hittist Grænfánanefnd skólans og vann að fræðsluefni um lýðheilsu sem þau fara síðan með inn í bekkina og fræða skólafélaga sína. Einn hópur af stúlkum í 7. bekk er langt kominn með fræðsluglærur og ætlar inn í 1. og 2. bekk fljótlega að fræða nemendur um svefn, næringu og hreyfingu.…

Nánar
07 nóv'22

Fræðslukvöld fyrir foreldra

Kæru foreldrar/forráðamenn! Fræðslukvöld fyrir foreldra verður þriðjudaginn 8. nóvember kl. 19:00-20:30 í Borgum í Spönginni. Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá R&G fer yfir niðurstöður frá R&G í austurhverfum borgarinnar. Eyrún Eva Haraldsdóttir sérfræðingur hjá Heimili og skóla fallar um foreldra og forvarnir. Með kveðju AUSTURMIÐSTÖÐ, GRÓSKA, FORVARNARFÉLAG, FRÍSTUNDAMIÐSTÖÐIN BRÚIN

Nánar
03 nóv'22

Nornafingur í heimilisfræði

Á sjálfan hrekkjavökudaginn fóru 3., 4. og 6. bekkur í heimilisfræði og bjuggu til og bökuðu þessa yndisfögru nornafingur. Að auki má sjá afrakstur af vinnu nemenda, sem völdu sér að baka alls kyns smákökur. Myndir

Nánar
28 okt'22

Samsöngur á sal

Hinn mánaðarlegi samsöngur á sal var í morgun og sáu 6. bekkingar um að velja lögin og útbúa glærur svo hinir nemendurnir gætu sungið með. Þau Harpa og Hákon í 6. bekk voru kynnar og stóðu sig með mikilli prýði. Lögin, sem 6. bekkur bauð upp á voru Þriggja tíma brúðkaup, Sumargleði og Skólarapp og…

Nánar
28 okt'22

Skáld í skólum

Rithöfundarnir Benný Sif Ísleifsdóttir og Yrsa Þöll Gylfadóttir komu í heimsókn til okkar og lásu upp úr bókum sínum fyrir nemendur 1.-4. bekkjar. Þær spjölluðu um hversdagleikann í bókmenntum, um hvað það væri gaman að lesa um hluti, sem við öll upplifum og gerast allt í kringum okkur. Þær sýndu nemendum slíkar bækur og lásu…

Nánar
19 okt'22

Vetrarleyfi

Nú er að skella á vetrarleyfi í reykvískum grunnskólum. Leyfið byrjar föstudaginn 21. október og því lýkur þriðjudaginn 25. október. Skólinn byrjar því aftur miðvikudaginn 26. október samkvæmt stundaskrá.   Við viljum vekja athygli á fjölbreyttri dagskrá í bókasöfnum borgarinnar   Hér má svo sjá dagskrá frístundamiðstöðva og menningarstofnana borgarinnar í vetrarleyfinu  

Nánar
17 okt'22

Afhending verðlauna

Gullskórinn, verðlaun fyrir Göngum í skólann, og lukkudýr Ólympíuleikanna 2020 voru afhent föstudaginn 14. október í salnum. Markmiðið með verkefninu Göngum í skólann er að hvetja börn að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skólanum.    Nemendur skráðu í 3 vikur hvernig þeir mættu í skólann. Á yngsta stigi sigraði 3. bekkur og á miðstigi…

Nánar