Skip to content

Vigdís Hafliðadóttir frumflytur lag Barnamenningarhátíðar í Engjaskóla

Okkur er sönn ánægja að segja ykkur frá því að frumflutningur á lagi Barnamenningarhátíðar var í Engjaskóla í dag, miðvikudaginn 12. apríl.
Nemendum í 3. og 4. bekk var boðið að taka þátt í þessum skemmtilega frumflutningi hjá Vigdísi Hafliðadóttur en hún og Ragnhildur Veigarsdóttir úr hljómsveitinni Flott sömdu lag Barnamenningarhátíðar í ár.
Vigdís samdi textann með aðstoð allra barna í 4. bekk í Reykjavík. Nemendur í 4. bekk Engjaskóla eiga heiðurinn af bæði heiti texta og hluta úr viðlagi  „Kæri heimur ég vil frið og að við lifum í sátt saman. Mig langar í ekkert stríð þá geta allir krakkar haft gaman“

Fréttamenn frá RÚV og Stöð2 voru á staðnum og tóku myndir af flutningi lagsins við mikinn fögnuð nemenda.

Hér eru myndir og myndband frá viðburðinum.

Hér er frétt á visir.is með frétt af viðburðinum og myndbandi, sem tekið var upp í Engjaskóla

Hér er Youtube myndbandið með lagi Barnamenningarhátíðar.

Hér er síða Barnamenningarhátíðar en hún fer fram dagana 18.-23. apríl og í ár verður sérstök áhersla á viðburði í Grafarvogi og á frið.

Hér er svo frétt á reykjavik.is um frumflutninginn og dagskrá Barnamenningarhátíðar.