Skip to content

Úrslit í Lífshlaupinu 2023

Nemendur Engjaskóla stóðu sig frábærlega og urðu í fyrsta sæti í flokka grunnskóla með 90-299 nemendur og unnu þá keppni með miklum yfirburðum.  Alls voru 8 skólar skráðir í þennan flokk.
Kristín íþróttakennari, sem hefur haldið utan um keppnina í skólanum, skráninguna og hvatninguna, tók á móti verðlaununum á öskudaginn.

Hér er hún Kristín ásamt framkvæmdastjóra Lífshlaupsins.

Starfsfólk Engjaskóla stóð sig líka mjög vel og vann til tveggja verðlauna í flokki fyrirtækja og stofnana með  30-69 starfsmenn en alls voru 134 vinnustaðir skráðir í þennan flokk.

Nánar má lesa um afhendingu verðlauna á vefsíðu Lífshlaupsins.

Hér má sjá Kristínu okkar fyrir miðju ásamt fulltrúum Akurskóla og Menntasjóðs námsmanna.