Skip to content

Öskudagur og vetrarleyfi

Öskudagurinn verður haldinn hátíðlegur í Engjaskóla eins og vera ber. Dagurinn er skertur og því ekki kennsla eða viðburðir allan daginn.
Dagskráin byrjar klukkan 8.30 og lýkur um klukkan 12
Þar á milli verða ýmsir viðburðir hér og þar í húsinu og verður m.a. boðið upp á vöfflur.
Nemendur enda á að fá sér að borða hádegismat áður en þeir halda heim á leið.

Rútan í Staðahverfið fer frá skólanum klukkan 12.05

Þeir nemendur, sem eru í Brosbæ, fara þangað að afloknum hádegismat.

Við vonumst til að sjá sem flesta glaða og káta í búningum!

Að öskudegi loknum tekur við vetrarleyfi fimmtudaginn 23. og föstudaginn 24.  febrúar.

Hér má sjá dagskrá menningarstofnana borgarinnar í vetrarfríinu.

Skólahald byrjar svo aftur á mánudeginum 27. febrúar samkvæmt stundaskrá.

Hér eru svo myndir frá öskudeginum.