Skip to content

Nemendastýrð foreldraviðtöl

Við viljum minna á að þriðjudaginn 14. febrúar verða nemendastýrð foreldraviðtöl í Engjaskóla.
Þá munu nemendur stýra ferðinni og kynna, t.d. valin verkefni fyrir foreldrum sínum og markmið vetrarins.
Hver árgangur hefur sína útfærslu og hafa nemendur lagt mikla vinnu við að undirbúa viðtölin.
Nemendur og foreldrar mæta samkvæmt skipulögðum fundartímum sem foreldrar hafa skráð sig í eða umsjónarkennarar gefið út.
Sjáumst á þriðjudaginn!