Tengjumst!

Við viljum vekja athygli á vefsíðunni Tengjumst, en síðan er lokaverkefni fjögurra kennaranema frá Háskóla Íslands á vorönn 2021.
Tilgangur síðunnar er að efla foreldra í hlutverkum sínum í menntun grunnskólabarna sinna. Á síðunni er efni og myndbönd á arabísku, íslensku, pólsku og spænsku.
Gaman er að geta þess að Unnar Jóhannsson, annar umsjónarkennara 6. bekkjar, er einn af höfundum vefsíðunnar.