Skip to content

Fréttir af Grænfánaverkefninu

Engjaskóli stefnir á viðurkenningu frá Grænfánanum fyrir lok skólaársins. Liður í verkefninu er að uppfylla skref 5 og 6 sem snúa að námsefnisgerð og tengingu við Aðalnámskrá annars vegar og að upplýsa og fá aðra með hins vegar.
Hér á heimasíðu Engjaskóla má fylgast með hvernig verkefnið gengur undir flipanum Nám og kennsla – Grænfáni og lýðheilsa.

 Perla, Stella, Camilla og Margrét úr 4. bekk unnu plakat með upplýsingum um svefn, næringu og hreyfingu sem þær fluttu fyrir samnemendur sína í 4. bekk í lok janúar 2023.

Nemendur hlustuðu vel fyrirlesturinn þeirra og höfðu áhugaverðar spurningar sem þær svöruðu vel enda voru þær vel undirbúnar.