Skip to content

Þorgrímur og súpufundurinn

Súpufundurinn tókst með eindæmum vel á þriðjudaginn 17. janúar og viljum við þakka öllum þeim sem komu og tóku þátt.
Silvana heimilisfræðikennari sá um matseldina og bauð upp á holla og góða grænmetissúpu og brauð.
Þorgrímur Þráinsson kom og hélt erindi fyrir okkur. Sambærilegt erindi hafði hann haldið fyrir nemendur í 3. – 7. bekk vikunni áður við góðar undirtektir nemenda.
Viðburðurinn var í alla staði mjög skemmtilegur og fróðlegur. Þorgrímur sendi okkur glærur sem hann notaði á fyrirlestrinum og verða þær aðgengilegar á heimasíðu skólans.
P.S. Þegar Þorgrímur flutti erindið fyrir nemendur þá áritaði hann fyrir okkur bókina Ertu Guð, afi?  sem hann segir vera fallegustu bókina, sem hann hefur skrifað.