Súpufundur með Þorgrími

Á þriðjudaginn 17. janúar kl. 18:00 – 19:00 er foreldrum/forráðamönnum skólans boðið á súpufund í skólanum. Gestur fundarins verður Þorgrímur Þráinsson og ætlar hann að flytja okkur erindi svipað því sem hann flutti fyrir nemendur í 3. – 7. bekk föstudaginn 6. janúar við góðar undirtektir nemenda.
Þorgrímur byrjar erindi sitt kl. 18:00 en súpan verður borin fram áður en erindið byrjar.