Skip to content

Stórir draumar og Risastórar smásögur

Á dögunum bárust skólanum tvær góðar bókagjafir.
Um er að ræða bókaflokkinn Stórir draumar sögur af fólki sem breytt hefur heiminum.
Bókaflokkurinn samanstendur af sex bókum sem hver um sig fjallar um sögur af fólki sem hefur látið stóra drauma rætast.
Gjöfin er gefin í samstarfi við útgáfufélagið Stóra drauma ásamt Samtökum atvinnulífsins, Íslandsbanka, Samtökum iðnaðarins og Toyota á Íslandi.
Síðan eru það Risastórar smásögur í 5 ár.
Hér er á ferðinni bók með smásögum eftir börn, en frá árinu 2017 hafa Sögur – samstarf um barnamenningu staðið að verkefninu.
Einn liður í verkefninu er að hvetja börn til lestrar og skapandi skrifa með því að efna til smásagnakeppni fyrir nemendur á aldrinum 6 – 12 ára.
Smásagnakeppnin hefur nú verið haldin í fimm ár og því tilefni til þess að taka saman verðlaunasögur síðustu fimm ára og gefa út í bók.