Skip to content

1. bekkingar léku sér í snjónum

Föstudaginn 6. janúar fóru nemendur í 1. bekk með kennurum sínum úr list- og verkgreinum út að leika í snjónum.
Foreldrar höfðu fengið póst fyrr í vikunni að nemendur mættu koma með snjóþotur eða rassaþotur með sér þennan dag.
Þetta var einstaklega fallegur dagur til útiveru, logn og -6°C og til að gera útiveruna enn meira töfrandi kveiktum við varðeld á bálpönnunni okkar og nutum þess að hlýja okkur milli þess sem við geystumst niður brekkuna á skólalóðinni.

Myndir.