Jólastund Engjaskóla

Kæru foreldrar/forráðamenn.
Jólastund Engjaskóla verður þriðjudaginn 20. desember klukkan 10:00-11:30.
Nemendur koma til með að dansa í kringum jólatréð og eiga hátíðlega stund í skólastofum.
Jólasveinninn ætlar að kíkja í heimsókn og syngja nokkur lög með nemendum.
Nemendur og starfsfólk mætir prúðbúið þennan dag.
Það er gæsla fyrir nemendur sem eru í Brosbæ frá 11:30.
Skólabíllinn kemur í Staðahverfið kl. 9:45 og fer frá skólanum kl. 11:45.
P.S. Munum að þetta er kókoslaus skóli því er nauðsynlegt að huga vel að þeim jólakökum sem nemendur koma með í sparinesti.