Skip to content

Helgileikurinn 2022

Hinn árlegi helgileikur Engjaskóla fór fram föstudaginn 16. desember og var í höndum nemenda 4. bekkjar  og umsjónarkennurum þeirra, þeim Helgu Guðrúnar og Rúnu. Helga Guðrún spilaði líka undir á gítar.
Fyrsta sýning var að morgni dags fyrir foreldra nemenda og vakti mikla lukku.
Síðar um morguninn sýndu 4. bekkingar helgileikinn fyrir allan skólann.
Frábær sýning, sem tókst mjög vel og hlutu nemendur mikið lófaklapp að launum og voru klöppuð upp að sýningu lokinni.
Að því loknu var kveikt á síðasta aðventukertinu og Álfheiður las stutta sögu.
Síðan var jólasamsöngur á sal og var þemað kyrrlát og hátíðleg jólalög.

Myndir og myndbönd.