Skip to content

Jólasamsöngur

Annar jólasamsöngur desembermánaðar var haldinn föstudaginn þann 9.
Álfheiður kveikti á tveimur fyrstu kertum aðventunnar, spádóms- og hirðingjakertinu og fór með stutta hugvekju um frið og kærleik.
Að því loknu voru sungin sígild jólalög, eins og Við kveikjum einu kerti, Jólasveinar einn og átta og Ég sá mömmu kyssa jólasvein.
Nemendur tóku vel undir og úr varð hin besta skemmtun.

Myndir.