Skip to content

Vetrarhátíð Engjaskóla

Fyrsta vetrarhátíð Engjaskóla var haldin fimmtudaginn 1. desember og fjölmenntu nemendur Engjaskóla og fjölskyldur þeirra á hátíðina.
Gallerí Engi var opið og þar voru sýnd hin ýmsu verk nemenda í list- og verkgreinum.
Útikennslustofan var opin og skíðlogaði í bálfatinu. Þar var líka boðið upp á gómsætar lummur.
Dagskráin á sal byrjaði með töframanninum Einari Aroni, sem var með stórskemmtilega töfrasýningu og fékk aðstoð frá gestum.
Síðan tók við hvert tónlistaratriðið af öðru frá nemendum úr 5.-7. bekk,
Ásgerður í 6. bekk spilaði á klarinett lagið Litli trommuleikarinn.
Arnar Gabríel úr 7. spilaði  píanóverk eftir afa sinn, sem hann hann hafði gert að sínu.
Eyvör í 6. bekk spilaði lagið Jólaklukkur.
Kristófer Máni úr 6. bekk spilaði gullfá píanó.
Síðan spilaði ísak í 5. bekk Litli trommuleikarinn á gítar.
Þá var komið að Nínu í 6. bekk að spila Heims um ból á gítar.
Að síðustu söng Harpa úr 6. bekk jólalagið Ég hlakka svo til!

Kynnar hátíðarinnar voru þær Rebekka Rán og Málfríður Ósk úr 7. bekk og stóðu þær sig með mikilli prýði.

Myndir frá hátíðinni.