Vetrarhátíð Engjaskóla

Fyrsta vetrarhátíð Engjaskóla var haldin fimmtudaginn 1. desember og fjölmenntu nemendur Engjaskóla og fjölskyldur þeirra á hátíðina.
Gallerí Engi var opið og þar voru sýnd hin ýmsu verk nemenda í list- og verkgreinum.
Útikennslustofan var opin og skíðlogaði í bálfatinu. Þar var líka boðið upp á gómsætar lummur.
Dagskráin á sal byrjaði með töframanninum Einari Aroni, sem var með stórskemmtilega töfrasýningu og fékk aðstoð frá gestum.
Síðan tók við hvert tónlistaratriðið af öðru frá nemendum úr 5.-7. bekk,
Ásgerður í 6. bekk spilaði á klarinett lagið Litli trommuleikarinn.
Arnar Gabríel úr 7. spilaði píanóverk eftir afa sinn, sem hann hann hafði gert að sínu.
Eyvör í 6. bekk spilaði lagið Jólaklukkur.
Kristófer Máni úr 6. bekk spilaði gullfá píanó.
Síðan spilaði ísak í 5. bekk Litli trommuleikarinn á gítar.
Þá var komið að Nínu í 6. bekk að spila Heims um ból á gítar.
Að síðustu söng Harpa úr 6. bekk jólalagið Ég hlakka svo til!
Kynnar hátíðarinnar voru þær Rebekka Rán og Málfríður Ósk úr 7. bekk og stóðu þær sig með mikilli prýði.