Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík

Nemendur úr Engjaskóla, þær Kría Dögg Haraldsdóttir og Stefanía Ósk Þórhallsdóttir fengu Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík skólaárið 2022-2023
Kría Dögg er fyrirmyndar nemandi, hún er bæði jákvæð og hjálpsöm. Hún hefur gott vald á íslenskri tungu og er góður íslenskunemandi. Hún vinnur vel og er góður bekkjarfélagi.
Stefanía Ósk er einstaklega duglegur og flottur námsmaður. Hún er fljót að tileinka sér námsefni í íslensku og hefur náð frábærum tökum á íslenskri tungu í töluðu og rituðu máli. Hún vinnur öll skólaverkefni af mikilli vandvirkni og samviskusemi og fyrirmynd annarra og til mikilla eftirbreytni.