Skip to content

Grænfánanefnd Engjaskóla

Í dag, föstudaginn 11. nóvember, hittist Grænfánanefnd skólans og vann að fræðsluefni um lýðheilsu sem þau fara síðan með inn í bekkina og fræða skólafélaga sína.
Einn hópur af stúlkum í 7. bekk er langt kominn með fræðsluglærur og ætlar inn í 1. og 2. bekk fljótlega að fræða nemendur um svefn, næringu og hreyfingu.
Á myndinni má sjá áhugasama nemendur sem unnu af kappi í morgun.

Engjaskóli stefnir á að fá Grænfánann í vor en til þess þarf að taka taka nokkur skref, m.a. skref 5, um námsefnisgerð og tengingu við Aðalnámskrá og skref 6, að upplýsa og fá aðra með.
Inni á heimasíðu Engjaskóla undir flipanum nám og kennsla er heimasíða Grænfánaverkefnisins ásamt Heilsueflandi grunnskóla og Réttindaskóla UNICEF. Þar er hægt að finna upplýsingar um vinnslu þessara verkefna og fundargerðir.