Skip to content

Skáld í skólum

Rithöfundarnir Benný Sif Ísleifsdóttir og Yrsa Þöll Gylfadóttir komu í heimsókn til okkar og lásu upp úr bókum sínum fyrir nemendur 1.-4. bekkjar.
Þær spjölluðu um hversdagleikann í bókmenntum, um hvað það væri gaman að lesa um hluti, sem við öll upplifum og gerast allt í kringum okkur. Þær sýndu nemendum slíkar bækur og lásu upp úr eigin bókum.
Virkilega skemmtileg heimsókn og nemendur hlustuðu af athygli.

Hér má sjá umfjöllun um Bennýju Sif og verk hennar á Skáld.is 

Hér má sjá umfjöllun um Yrsu Þöll og verk hennar á Skáld.is og hér er myndband frá Bókasafni Garðabæjar þar sem hún les upp úr fyrstu barnabókum sínum.Bekkurinn minn 1: Prumpusamloka – Forlagið bókabúð

Myndir frá heimsókninni.