Samsöngur á sal

Hinn mánaðarlegi samsöngur á sal var í morgun og sáu 6. bekkingar um að velja lögin og útbúa glærur svo hinir nemendurnir gætu sungið með. Þau Harpa og Hákon í 6. bekk voru kynnar og stóðu sig með mikilli prýði.
Lögin, sem 6. bekkur bauð upp á voru Þriggja tíma brúðkaup, Sumargleði og Skólarapp og tóku nemendur vel undir.
Nemendur á miðstigi héldu hrekkjavökuna hátíðlega í dag og voru flestir klæddir í búninga, sumir mjög frumlegir.
5. bekkingar og umsjónarkennarar þeirra stilltu sér upp í myndatöku að samsöng loknum og eru þær myndir ásaamt öðrum hér að neðan.