Skip to content

Samsöngur á sal

Allir nemendur Engjaskóla mættu á sal skólans til að taka þátt í fyrsta samsöng skólaársins.
7. bekkur höfðu umsjón með þessum fyrsta samsöng  og sáu þrír  nemendur úr bekknum um kynninguna.
Að þessu sinni sungum við Lagið um það sem er bannað, Marsbúa cha cha cha og Í lari lei.
Allflestir tóku vel undir og úr varð hin besta skemmtun.
Samsöngur verður fastur dagskrárliður hjá okkur í allan vetur og munu bekkirnir skiptast á um að velja lögin og kynna.

Myndir.