Engjaleikarnir 2022

Engjaleikarnir voru haldnir miðvikudaginn 28. september.
Tilgangurinn með þeim var meðal annars að leggja áherslu á margvíslega hæfileika og greindir en líka að hafa gaman og fá smá tilbreytingu í skólalífið.
Allt þetta tókst og vel það.
Dagurinn hófst á kynningu á sal frá Kristínu íþróttakennara, sem á mestan heiður af skipulagningu leikjanna. Þaðan héldu 7. bekkingar, sem voru hópstjórar, með hópa sína á mismunandi stöðvar, sem kennarar höfðu sett upp. Dæmi um stöðvar: íþróttaþrautir, borðspil og önnur spil, skák og tangram, Sierpinski píramídar, mandölur og Just dance, svo eitthvað sé nefnt.
Dagurinn tókst ótrúlega vel og nemendur eru farnir að hlakka til næstu Engjuleika.
7. bekkingar stóðu sig vel sem hópstjórar og tóku hlutverk sín alvarlega og voru flottar fyrirmyndir.