Skip to content

Ólympíuhlaup Engjaskóla 2022

Nemendur Engjaskóla þreyttu Ólympíuhlaup ÍSÍ mánudaginn 12. september í blíðskaparveðri.
Ólympíuhlaupið hét áður Norræna skólahlaupið.

Hlaupið hófst á göngustígnum hjá Egilshöllinni og liggur í gegnum Staðarhverfið og hringurinn er u.þ.b. 2,5 km.

Í ár var hlaupið þannig að allir nemendur byrjuðu fyrir neðan Egilshöllina en gátu svo valið að hlaupa fleiri en einn hring í Staðarhverfinu og það voru ófáir sem tóku aukahring og  aukahringi. (Sjá kort)

Starfsfólk Engjaskóla stóðu svo  vaktina og vísuðu nemendum rétta leið en auk þess gengu nokkrir með nemendum og einhverjir hlupu meira að segja hring með nemendum.

Myndir.

Áhugasamir geta lesið meira um Ólympíuhlaup ÍSÍ á vef sambandsins.