Útskrift Engjaskóla 2022

Fyrsta útskrift Engjaskóla, þar sem foreldrar máttu mæta með börnum sínum var haldin miðvikudaginn 8. júní.
Útskriftir 1.-4. bekkja og svo 5.-6. bekkja voru með svipuðu sniði.
Foreldrar komu á sal þar sem Álfheiður skólastjóri hélt stutta tölu og nemendur sungu Draumar geta ræst.
Þaðan var haldið í stofur nemenda þar sem kennarar sögðu frá starfi vetrarins og afhentu nemendum sínum vitnisburðarblöðin.
Að því loknu héldu nemendur út í sumarið.
Útskrift nemenda í 7. bekk var með öðru sniði.
Kennarar þeirra héldu Pálínuboð fyrir eiginlega útskrift þar sem borðin svignuðu undan veitingum.
Klukkan 12 var svo útskriftin þar sem Álfheiður hélt stutta ræðu og að loknum fallegum kveðjuorðum fengu nemendur vitnisburðarblöðin sín.
Að afloknum myndatökum héldu 7. bekkingar svo út í heiminn.