Skip to content

Íþróttadagurinn 2022

íþróttadagur Engjaskóla var haldinn hátíðlegur þriðjudaginn 7. júní.
Íþróttakennarar höfðu sett upp alls kyns stöðvar og síðan fóru hópar nemenda á milli. Stöðvarnar voru mjög fjölbreyttar, s.s. skotbolti, fílabolti, reipitog, stígvélakast, myndastyttuleikur,  limbó og teningaratleikur svo fátt eitt sé nefnt.
Íþróttadagurinn var skertur dagur og fóru nemendur heim að afloknum hádegismat.
Vindvélin var í gangi og skemmtu allir nemendur sér vel svo úr varð frábær dagur.

Myndir.