Skip to content

Vorhátíð Engjaskóla 2022

Fyrsta vorhátíð Engjaskóla, sem fram fór miðvikudaginn 25. maí, tókst með eindæmum vel, þökk sé frábæru starfi foreldrafélagsins, frábærum foreldrum og börnum þeirra og starfsfólk skólans lagði sitt af mörkum.
Veðrið lék við okkur fyrir utan stuttan regnskúr í byrjun hátíðar.
Söng- og dansatriði nemenda þóttu mjög skemmtileg og  voru öllum til sóma.
Áhættuatriði BMX Bros var mjög spennandi!
Margir nemendur sýndu stoltir verk sín og stofur fyrir foreldrum sínum.
Gallerí Engi var formlega opnað en það er vettvangur til að sýna verk nemenda á veglegan hátt. List- og verkgreinakennarar mega vera stoltir af glæsilegu galleríi enda var það fjölsótt!

Það er samdóma álit starfsfólks Engjaskóla að þetta hafi verið mjög skemmtileg hátíð og okkur er farið að hlakka til þeirrar næstu !

Innilegar þakkir til foreldrafélagsins fyrir frábært starf og allir aðrir sem komu að hátíðinni eiga allir þakkir skildar.

Myndir og myndbönd.