Skip to content

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaviðs 2022

Nemendaverðlaun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur voru veitt í 20. sinn mánudaginn 23. maí í Rimaskóla.
Fallegar umsagnir kennara og skólastjórnenda um nemendur sem hlutu nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur fengu viðstadda til að horfa björtum augum til framtíðar.
Þau 34 börn, sem verðlaunin hlutu, þóttu hafa skarað hafa fram úr í námi, félagsfærni, virkni í félagsstarfi eða hafa sýnt frábæra frammistöðu á tilteknu sviði skólastarfs.

Fulltrúi Engjaskóla var Katrín Lilja Davíðsdóttir í 3. bekk og var hún útnefnd til nemendaverðlaunanna fyrir áhuga, iðni og elju við lestrarnámið og lestrarþjálfunina.
Innilega til hamingju, Katrín Lilja!

Myndir af verðlaunahöfum.