Skip to content

Vorhátíð Engjaskóla 2022

Vorhátíð Engjaskóla verður haldin miðvikudaginn 25. maí frá klukkan 16 til 18
Allskyns skemmtiatriði verða í boði á skólalóðinni,s.s. hoppukastalar, BMX Bros, andlitsmálning, útileikir og  svo verða 6. bekkingar með  opna sjoppu.
Inni í Engjaskóla er opnun á Listagalleríinu Engi, þar sem getur að líta verk nemenda í list- og verkgreinum.
Önnur dagskrá inni í skólanum er:

Klukkan 16.10 verða söngatriði á sal.
Fyrst stíga á stokk 1, bekkingar, þá 4. bekkingar og að síðustu 5. bekkingar.

Í  sviðslistastofa  verða dansatriði:
2. bekkur kl:16.30
3. bekkur kl:17.00
4. bekkur kl:17.30

Í stofum 7. bekkja verður sýning  á fyrirmyndarverkefnum nemenda, ásamt myndasýningu og ljósmynda- og hreyfimyndasýningu.

Einnig verða stofur 6. bekkja opnar og þar verður sýning á verkum nemenda.

Við hlökkum mikið til að sjá ykkur öll!