Lestrarsprettur í Engjaskóla

Dagana 25. apríl – 6. maí verður lestrarsprettur í Engjaskóla.
Allir nemendur fá fiðrildi sem þeir klippa út eftir hverjar 40 mínútur í lestri og safnast tíminn bæði í skóla og heima. Nemendur skila fiðrildunum til umsjónarkennara en þau munu flögra um veggi skólans fram að skólalokum og gleðja augu okkar. Fiðrildin minna okkur á ímyndunaraflið sem tekst á loft og flögrar með okkur á vit nýrra ævintýra þegar lesum og hlustum á sögur.
Athugið að það má einnig skrá tímann sem varið er í að hlusta á hljóðbók og þegar foreldrar/forráðamenn lesa með börnum sínum. Tilvalið er að nýta lestrarheftin til að halda utan um tímann sem varið er í lestur.