Skip to content

Sumardagurinn fyrsti

Fimmtudagurinn 21. apríl er fyrsti sumardagur og frí í skólanum.

Föstudaginn 22. apríl er svo skólastarf samkvæmt stundaskrá.

Lítið fróðleikskorn:
Dagurinn er hluti af misseristalinu sem tíðkast hefur hér á landi frá landnámi. Árinu er þar skipt í tvo nærri jafnlanga helminga: Sumarhelming og vetrarhelming.
Þó svalt sé oft í veðri á þessum árstíma er dagurinn vel valinn af forfeðrunum því sumarið ‒ frá sumardeginum fyrsta og til fyrsta vetrardags á haustin ‒ er einmitt hlýrri helmingur ársins, en veturinn sá kaldari.
Heimilid: Trausti Jónsson. „Hvenær er sumardagurinn fyrsti og er hann vel valinn sem upphaf sumarsins?“ Vísindavefurinn, 25. apríl 2013. Sótt 20. apríl 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=65157 

Gleðilegt sumar!