Skip to content

Gleðilega páska!

Við viljum óska ykkur öllum, nemendum og fjölskyldum ykkar, gleðilegra páska með ósk um yndislega samveru með ykkar nánustu.
Páskafríið byrjar föstudaginn 8. apríl eftir skemmtilega og vel heppnaða þemadaga og síðasti dagur þess er mánudagurinn 18. apríl, annan í páskum.
Við byrjum svo aftur, samkvæmt stundaskrá, þriðjudaginn 19. apríl.
Reyndar verður sú vika í styttra lagi vegna þess að sumardagurinn fyrsti er fimmtudaginn 21. apríl.

Gleðilega páska og njótið þeirra sem mest og best!

Páskakveðja frá starfsfólki Engjaskóla.