Skip to content

Þemadagar í Engjaskóla og Egilshöll

Það verða þemadagar í Engjaskóla fimmtudaginn 7. og föstudaginn 8. apríl.
Nemendur mæta í skólann samkvæmt stundaskrá.
Þemað í ár er Hamingjudagar við lestur og hreyfingu. Kennarar eru búnir að skipuleggja dagana með þessi markmið í huga og það verður margt spennandi í gangi bæði í skólanum og í Egilshöllinni.
Við erum svo heppin að vera í góðu samstarfi við íþróttafélagið Fjölni þannig að nemendur fá að fara annan daginn í Egilshöllina. Þar munu þjálfarar frá Fjölni taka á móti nemendum og nota fimleikasalinn, fótboltagrasvöllinn og íþróttahúsið til að fara í alls kyns íþróttaleiki. Kennarar og stuðningsfulltrúar fylgja nemendum í Egilshöllina.
Í Engjaskóla verða svo unnin margvísleg verkefni og eru markmið daganna að skemmta sér á hreyfingu og lestri!