Skip to content

Berlínarmúr Nökkva

Í stað þess að nemendur taki próf eða skili ritgerðum í landafræðináminu í  7. bekk skila þeir áhugasviðsverkefnum.
Þeir velja sér eitthvað sem þeim finnst áhugavert eða spennandi sem tengist því landi sem við erum að læra um. Nemendur eru hvattir til að vera skapandi í sínum skilum og nýta tæknina við skil á sínum verkefnum.
Ef nemendur vilja gera ritunarverkefni er það að sjálfsögðu í boði en meðal verkefna eru krossgátur, hlaðvörp, matreiðsluþættir, veggspjöld, ljóð, hljóðfæraleikur, Kahoot, teiknimyndir, sjónvarpsþættir, viðtöl, I-Movie stiklur og Minecraft heimur. Nemendur kynna svo verkefnin sín fyrir bekkjarfélögum.

Nýlega skiluðu nemendur verkefnum í Vestur-Evrópu og skilaði Nökkvi Þór afar metnaðarfullu verkefni. Hans þema var Berlínarmúrinn og útbjó hann veggspjald með myndum og helstu upplýsingum um hann.
Nökkvi lét ekki þar staðar numið heldur hannaði hann eftirmynd af veggnum úr trölladeigi.