Skip to content

Stóra upplestrarkeppnin

Undankeppnin Stóru upplestrarkeppninnar var haldin á sal Engjaskóla þriðjudaginn 1. mars.
Nemendur 7. bekkjar hafa æft sig í framsögn og framkomu jafnt og þétt í allan vetur og unnið mörg verkefni tengd því. Þetta er eitt af áhersluatriðum í íslenskukennslunni í 7. bekk.
Valdir voru þrír nemendur úr hverjum umsjónarhópi út frá frammistöðu í þeim verkefnum. Þessir níu nemendur kepptu um þann heiður að vera fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni sem haldin verður í Grafarvogskirkju um miðjan mánuðinn.
Þriggja manna dómnefnd valdi þá tvo nemendur sem henni þótti standa sig best og urðu Berglind og Hrafnhildur fyrir valinu. Þriðji nemandinn, Tanja, verður kynnir á keppninni og varamaður fyrir þær tvær.

Aðrir keppendur voru Ellen, Emilía, Guðný, Saga, Steinþór og Styrmir. Öll stóðu þau sig frábærlega vel og geta verið stolt af sjálfum sér.