Skip to content

Öskudagurinn 2022

Öskudagurinn var haldin hátíðlegur miðvikudaginn 2, mars. Nemendur Engjaskóla klæddust alls kyns skemmtilegum búningum og gervum og gerðu sér glaðan dag. Í boði var margvísleg skemmtun í stofum skólans; Just dance og marsering, Kahoot, Mandala og pappírsbrot, þrautir í íþróttasal, leirmótun, forritun, spil og vöfflubakstur. Nemendur fóru heim á leið eftir pítsuveislu í hádeginu.

Myndir.