Skip to content

Lífshlaupið 2022 – afhending verðlauna

Verðlaunaafhending Lífshlaupsins fór fram í hádeginu, föstudaginn 25. febrúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.
Nemendur Engjaskóla sigruðu í sínum flokki, þ.e. flokknum 90-299 nemendur og voru fulltrúar nemenda þau Agnea Snærós D. Ragnarsdóttir og Benjamín Aron Árnason úr 4. bekk, sem tóku á móti verðlaununum.
Þess má geta að nemendur Engjaskóla sigruðu líka í fyrra í sínum flokki.

Þess má geta að skólar í Grafarvogi og Mosfellsbæ eru sérlega duglegir að taka þátt og lenda iðulega í verðlaunasæti. Borgarholtsskóli, Engjaskóli, Rimaskóli og Hamraskóli höfnuðu allir í 1. – 3. sæti í sinum flokk sem og Varmráskóli og Lágafellskóli.

Starfsmenn Engjaskóla í Grafarvogi lentu einnig í 2. sæti í hlutfall mínútna í vinnustaðakeppninni.

Myndir.