Skip to content

Lífshlaupið 2022

Engjaskóli tekur þátt í Lífshlaupinu 2022, átaks- og hvatningarverkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.
Lífshlaupið hjá nemendum stendur í tvær vikur eða frá 2. til 15. febrúar.
Nemendur okkar keppa við aðra skóla um það hvort þeir nái að hreyfa sig í 60 mínútur daglega eða á meðan átakið stendur yfir.
Starfsfólk skólans ætlar einnig að taka þátt í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins en einnig er hægt að taka þátt í einstaklingskeppni sem stendur yfir allt árið.
Lífshlaupið hentar fyrir alla.
Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vef þess www.lifshlaupid.is

Við í Engjaskóla hvetjum alla til þess að taka þátt. Við viljum biðja ykkur foreldrar/forráðamenn góðir að hvetja börnin ykkar til þátttöku og taka þátt í því að þau nái þeim 60 mínútum í hreyfingu á dag samkvæmt ráðleggingum frá embætti landlæknis um hreyfingu. Helgarnar eru sérstaklega mikilvægar þegar að kemur að skrá hreyfingu nemenda til að vera með í keppninni.
Allir nemendur skólans eru skráðir til leiks.
Engjaskóli sigraði í sínum flokki í fyrra og við stefnum aftur á sigur í ár. Því er mikilvægt að skrá alla hreyfingu.

Hér má sjá úrslitin frá því í fyrra:
Eyðublað verður hjá umsjónarkennara í 1. til 7. bekk þar sem nemendur skrá sína hreyfingu daglega.
Einnig má senda tölvupóst með upplýsingum um hreyfingu á: kristin.gudmundsdottir1@rvkskolar.is