Appelsínugul veðurviðvörun þriðjudaginn 25. janúar!

Þriðjudagurinn 25. janúar klukkan 10.00:
Nú er búið að hækka veðurviðvörun úr gulri í appelsínugula!
Við viljum biðja foreldra að fylgjast með stöðu veðurmála í lok skóladags og að athuga að röskun getur orðið á skipulögðum æfingum seinna í dag.
Einnig að foreldrar séu tilbúnir að sækja börnin í skóla- og/eða frístundastarf ef þess gerist þörf.
Nánari upplýsingar: https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk
Við minnum á bækling bæði til foreldra/forsjáraðila sem eru að finna hér: https://www.shs.is/hvad-get-eg-gert/roskun-a-skolastarfi